Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 45
testamentisins 1 988 um eins árs skeið og var sú ráðning endurnýjuð að ári.
Um næstu skref ætla ég ekki að fjölyrða en framhald þeirra varð að Hið
íslenska biblíufélag og Guðfraðistofnun Háskóla Islands gerðu með sér sam-
starfssamning þar sem línur voru lagðar varðandi þýðinguna og þegar hann
var undirritaður gat þýðingarstarfið formlega hafist. Samningurinn birtist í
grein eftir Gunnlaug A. Jónsson prófessor í Studia theologica Islandica (1990
:7-8). Dr. Sigurður Orn Steingrímsson var ráðinn aðalþýðandi en leita
mátti til annarra þýðenda eftir þörfum. Þeir urðu síðan Jón Gunnarsson
lektor, sem þýddi allmargar bækur, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, próf-
essor Þórir Kr. Þórðarson og prófessor Gunnlaugur A. Jónsson.
Skipuð var þýðingarnefnd sem fara skyldi yfir texta þýðendanna
og bera lokaábyrgð á textanum gagnvart Biblíufélaginu. Hún var upp-
haflega skipuð þannig að Þórir Kr. Þórðarson var formaður nefndarinnar.
Aðrir nefndarmenn voru: séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, séra Gunnar
Kristjánsson, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og ég sjálf sem kom að
nefndinni sem fulltrúi Islenskrar málnefndar. Séra Sigurður Pálsson, þáver-
andi framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, var í upphafi ritari nefndarinnar.
Þegar Þórir Kr. Þórðarson veiktist og dró sig í hlé frá þýðingunni var ég
valin formaður og Sigurður Pálsson var tilnefndur í nefndina en gegndi
jafnframt hlutverki ritara.
3. Erindisbréf þýðingarnefndar Gamla testamentisins
Þýðingarnefnd Gamla testamentisins fékk í hendur erindisbréf til þess að
vinna eftir og varð það rauði þráðurinn í starfi nefndarinnar. I því stend-
ur:
íslenskar biblíuþýðingar hafa mótað málfar íslendinga um liðnar aldir. Ný
íslensk biblíuþýðing mun móta íslenskt málfar um komandi tíma og þess
vegna er brýnt að vandað sé til íslensks búnings hennar ekki síður en að
nákvæmlega sé þýtt úr frummálunum og jafnframt tekið tillit til stíls frum-
texta. Sú biblíuþýðing sem unnið er að er kirkjubiblía og ber því einnig um
stíl að taka tillit til breiðs lesendahóps, notkunar í helgihaldi og íslenskrar
biblíuhefðar.
Þessi texti stendur einnig í erindisbréfi þýðingarnefndar Nýja testament-
isins og er því afar mikilvægur. Hann hefur verið báðum nefndunum leið-
43