Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 50
allra sona minna og dœtra þar sem orðrétti textinn ætti að hljóða til allra sona minna og til allra dœtra minna. Þarna er styttri íslenski textinn þeim hebreska fullkomlega trúr merkingarlega. Þetta eru nokkrar hinna almennu reglna sem þýðingarnefnd vann eftir en á hverjum fundi komu upp einhver vandamál af öðru tagi sem takast varð á við. Hver bók Biblíunnar hefur sín sérkenni sem halda verður til haga og ýmis vandamál héldust í umræðunni alveg fram á lokasprettinn. 6. Um Nýja testamentið Vinna við endurskoðun á Nýja testamentinu var ekki frábrugðin vinnunni við Gamla testamentið. Samningur við þýðandann, Jón Sveinbjörnsson prófessor, var undirritaður 8. apríl 2002 og 21. október sama ár fékk þýð- ingarnefnd erindisbréf í hendur undirritað af biskupi. Áður höfðu tveir guð- fræðingar verið beðnir um að gera tilraunaþýðingu á tveimur bréfum. Þetta voru þeir Kristján Búason prófessor, sem þýddi Efesusbréfið, og Clarence Glad guðfræðingur sem þýddi Galatabréfið. Fóru þýðingarnar í mat og varð niðurstaða Hins íslenska biblíufélags sú að Jóni Sveinbjörnssyni prófessor skyldi falið að taka verkið að sér. Erindisbréf nefndarinnar er nær samhljóða erindisbréfi Gamla testamentisnefndarinnar. Inngangurinn er hinn sami en orðalagi í kaflanum um hlutverk nefndarinnar var lítillega breytt. Nú var ekki lengur minnst á málfarsráðunauta heldur tekið fram að senda skuli textann ákveðnum mönnum til kynningar „þ.m.t. stjórnarmönnum Hins íslenska biblíufélags“. Fimmtu grein hafði verið breytt (sjá 4. kafla). Nú var eitt hlutverka nefndarinnar: að gera framvinduáætlun í samvinnu við þýðanda, en þýðingarstarfinu á að vera lokið í maí 2004, og semja fjáhagsáætlun sent lögð er fyrir stjórn Hins íslenska Biblíufélags til samþykktar. Nefndarmönnum er greitt samkv. samn- ingi félagsins við þýðingarnefnd Gamla testamentisins. Af þessu má sjá að ekki var mikill tími ætlaður til verksins enda stóðst þessi tímasetning ekki. I þýðingarnefndinni, sem stundum er í skjölum kölluð endurskoðunarnefnd, sátu í upphafi þýðandinn og með honum séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og ég sjálf. Þegar Árni Bergur veiktist kom Einar Sigurbjörnsson prófessor í nefndina í hans stað. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.