Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 51
I samningi við þýðanda kom fram að hann skyldi semja tillögur að ítarlega endurskoðuðum texta bréfa og Opinberunarbókar og semja hlið- sjónarefni og skýringar sömu rita. Hann átti að ganga frá endurskoðuðum texta þessara hluta Nýja testamentisins ásamt endurskoðunarnefnd. Hann átti einnig að fara yfir guðspjöllin og Postulasöguna í útgáfunni frá 1981 til samræmis við endurskoðun bréfanna, leggja rökstuddar tillögur að breyt- ingum fyrir endurskoðunarnefndina og ganga frá textanum í samráði við hana. Síðan átti að senda endurskoðaðan texta Nýja testamentisins til umsagnaraðila. Allt þetta var gert og kom tíunda kynningarheftið út vorið 2005. Það var sent til allra presta og forstöðumanna trúfélaga en að auki til valins hóps manna eins og Gamla testamentisheftin áður. Einnig gátu allir sem áhuga höfðu á nálgast heftið hjá Hinu íslenska biblíufélagi. Talsverð viðbrögð urðu við heftinu og verður komið að þeim aðeins síðar. Það kom í hlut Einars og mín að ganga frá textanum til útgáfu með hjálp góðra yfir- lesara en þá hafði þýðandinn sagt sig frá verkinu. Fundir nefndarinnar urðu rétt tæplega eitt hundrað. 7. Apókrýfu bækurnar Nýrri þýðingu fylgja einnig apókrýfu bækurnar. Þær fylgdu íslenskum biblíuþýðingum frá því Biblían var fyrst prentuð 1584 og allt til þess að svokölluð Hendersonbiblía var gefin út 1813. Þær fylgdu aftur útgáfunum 1841 og 1859 en voru eftir það ekki hafðar með fyrr en nú. Árið 1931 gaf Hið íslenska biblíufélag út nýja þýðingu af þessum ritum sérstaklega. Árið 1986 tók séra Árni Bergur Sigurbjörnsson að sér að þýða bækurnar að nýju í samvinnu við prófessor Jón Sveinbjörnsson. Var þetta gert með fyrirhugaða heildarþýðingu allrar Biblíunnar í huga. Sjálf las ég allan textann á lokastigi og veitti málfarslega ráðgjöf. Apókrýfu bækurnar voru gefnar út í bók 1994. Ekki þótti því ástæða til að senda þessar bækur sérstaklega til kynningar vegna væntanlegrar bibííu- útgáfu þar sem góður tími hafði gefist til að kynnast þeim. í samningi þýðanda Nýja testamentisins var tekið fram að eitt af verkum hans ásamt endurskoðunarnefndinni væri að fara yfir apókrýfu bækurnar með hliðsjón af endurskoðaðri þýðingu Nýja testamentisins og átti síðan að leggja textann fyrir þýðingarnefnd Gamla testamentisins. Hugsunin að baki 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.