Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 53
lásu allt heftið eða stóra hluta þess og sendu nefndinni með athugasemdum.
Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra skiptu t.d. testamentinu á milli sín
og komu með afar gagnlegar ábendingar sem við ræddum á sameiginlegum
fundi. Við Einar Sigurbjörnsson mættum á fundi með forstöðumönnum
kristinna trúfélaga og á fundi með forstöðumönnum Hvítasunnusafnaðarins
þar sem skipst var á skoðunum á uppbyggilegan hátt. Síðast en ekki síst
vil ég nefna Sigurbjörn Einarsson biskup sem las alla Sálmana í Gamla
testamentinu og nánast allt Nýja testamentið og sendi vandaðar ábending-
ar og breytingartillögur. Aðalsteinn Davíðsson málfræðingur las á síðustu
stigum bæði testamentin og frá JPV-forlagi komu þrír frábærir og þaulvanir
lesarar að öllum textanum, þau Þórgunnur Skúladóttir, Helga Jónsdóttir og
Helgi Grímsson.
Miklar breytingar urðu á texta Gamla testamentisins frá því að íyrst var
farið að vinna með hann og þar til textinn birtist í nýju Biblíunni. Eg ætla
að nefna eitt dæmi þessu til skýringar og velja tvö fyrstu versin úr níunda
kafla spámannsbókar Jesaja. Frá þýðanda kom textinn svona:
(Þýðandi)
1 Fólkið, sem lifir í myrkri
sér bjart ljós.
Birta ljómar yfir þeim,
sem búa í niðdimmu landi.
2 Þú veitir mikinn fögnuð,
gerir gleðina mikla
Fólkið gleðst frammi fyrir þér,
eins og það gleðst yfir uppskeru
eða þegar herfangi er skipt.
(Nýja Biblían)
1 Sú þjóð, sem í myrkri gengur
sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna
skín ljós.
2 Þú eykur stórum fögnuðinn,
gerir gleðina mikla
Menn gleðjast fyrir augliti þínu
eins og þegar uppskeru er fagnað,
eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
Lítill munur er á nýju þýðingunni og þeirri frá 1981. Breyting er aðallega
á síðari hluta annars vers en Jesaja var þá ekki settur upp sem ljóð:
Menn gleðja sig fyrir þínu augliti, eins og menn gleðjast á kornskurð-
artímanum, eins og menn leika af fögnuði þegar herfangi var skipt.
Aður hefur komið fram að aðalþýðandi og Þorgeir Þorgeirson skáld
hefðu lesið saman fyrstu sálmana. Þegar þýðingarnefndinni bárust fyrstu tíu
51