Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 54
sálmarnir var ákveðið að senda þá til valins hóps manna með ósk um við-
brögð. Mikið vantaði á að tekið hefði verið tillit til biblíuhefðarinnar en ég
efa ekki að farið hafi verið eftir frumtextanum. Við völdum 25 manns, sem
þegar höfðu sýnt verkinu áhuga eða við væntum að líklegir væru til þess að
lesa sálmana, og sendum þeim textann. Um helmingur svaraði og má segja
að öll svörin hafi verið neikvæð, misjafnlega þó. Hörð gagnrýni kom fram
á málfar, stíl og breytingar frá eldri þýðingu. Sú leið var því farin að birta
ekki nýja þýðingu af sálmunum heldur endurskoða þá og leiðrétta þar sem
skilningur er nú annar en fyrir tæpri öld.
9. Tvítala eða fleirtala - leyst úr vandamáli
Eg lýsti því stuttlega í 5. kafla hvernig þýðingarnefndirnar tóku á erind-
isbréfinu og því hlutverki sem þeim var falið. Nú er rétt að rekja þau atriði
sem vörðuðu heildarstefnuna fyrir alla Biblíuna og sneru þau í fyrstu aðeins
að Gamla testamentinu. Þar stóð styrinn einkum um tvö atriði: meðferð
tvítölu og fleirtölu og svokallað málfar beggja kynja.
Um fyrra atriðið var nefndin á báðum áttum í fyrstu og það varð úr að
breyta í fyrstu lotu ekki þýðingum Sigurðar Arnar Steingrímssonar og Jóns
Gunnarssonar, sem ekki héldu gömlu aðgreiningunni, heldur leita álits les-
enda fyrsta kynningarheftisins. f Biblíunni hafði fram til þessa verið greint
á milli tvítölu, þegar vísað var til tveggja, og fleirtölu ef fleiri áttu í hlut.
Viðbrögðin við breytingunni frá eldri þýðingum voru að mestu leyti nei-
kvæð. Lesendum þótti sem hátíðleikinn hyrfi úr textanum. Þýðingarnefndin
komst að þeirri niðurstöðu að efnið væri þess eðlis að hún ein gæti ekki
tekið afstöðu til þess. Þetta væri mál kirkjunnar allrar. Þessa skoðun kynnti
ég á prestastefnu í júní 1995, á fundi í framkvæmdanefnd þýðingarinnar
og síðar á stjórnarfundi Hins íslenska biblíufélags. f maí 1996 kom sú til-
laga fram hjá framkvæmdanefnd þýðingarinnar að skipa nefnd til þess að
fjalla um notkun tvítölu og fleirtölu í nýrri þýðingu. I hana voru valdir þeir
Astráður Eysteinsson bókmenntafræðingur, Jón G. Friðjónsson málfræðing-
ur og Hreinn S. Hákonarson frá Biskupsstofu. Þeir skiluðu greinargerð 2.
desember 1996 undir yfirskriftinni Þéringar í íslensku biblíumdli. I niðurlagi
greinargerðar þeirra kom fram eftirfarandi tillaga:
52