Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 55
Okkur virðist farsælast að fylgja þeirri hefð og venju sem skapast hefur og
nota hvort tveggja, þéranir og þúanir eins og ávallt hefur tíðkast. Meginreglan
ætti að okkar mati að vera sú að nota þéranir eins og gert hefur verið: (1)
í almennum biblíutexta ætti málkennd að ráða að teknu tilliti til stílbragða
og sérstakrar merkingar (t.d. þegar um er að ræða hvatningu er þérun notuð
í flt.), í vafatilvikum ber að taka mið af málvenju og eldri þýðingum. (2) I
föstum orðasamböndum telur nefndin einboðið að nota þéranir í samræmi
við hefð.
Það er ef til vill orðhengilsháttur en ég skil ekki enn hvers vegna ástæða
þótti að taka upp hugtökin þérun og þúun í stað tvítölu og fleirtölu. I
Islenskri orðabók er úr orðinu þérun vísað í sögnina að þéra en þar segir:
nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar
við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í virðin-
earskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, samfélaesstöðu o.s.frv.11
0002:1808).
Við þúun er vísað til sagnarinnar þúa. Þar stendur: „ávarpa viðmælanda
sinn með þú (og samsvarandi eignarfornafni) en ekki þérl (2002:1843).
Ekki náðist samkomulag um fyrrgreinda tillögu og skrifaði nefndin bréf
til biblíufélagsins í nóvember 1997 þar sem fram kom að brýnt væri að taka
ákvörðun um hvernig fara skyldi með notkun tvítölu og fleirtölu í nýrri
þýðingu. I nóvember ári síðar barst bréf frá biblíufélaginu þar sem tillaga
stjórnar var kynnt. Hún var þessi:
1. Að jafnaði sé notuð fleirtölumyndin við/okkur í sögutextum, beinni
frásögn, lagatextum og prósa.
2. I litúrgískum textum, sálmum, bænum og ljóðum verði notuð fleirtölu-
myndin vér/oss.
3. Þar sem vafi leikur á skal hin forna fleirtölumynd notuð.
Oskað var eftir að þýðingarnefndin skoðaði þessa leið og gerði tillögu
um hvernig best yrði að breytingum staðið. Nefndin lagðist nú yfir kynn-
ingarheftin og breytti samkvæmt tillögu biblíufélagsins. I mars 1999 skrifaði
nefndin síðan biblíufélaginu og lagði til að meginreglan yrði sú að tegund
53