Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 56
texta réði vali fornafna og að þar sem unnt væri yrði viðkomandi texti allur
unninn á sama hátt. Þá yrðu t.d. fleirtölumyndirnar vérlosslvor, þér/yður/yðar
notaðar í öllum Jesaja, bæði í ljóðum og beinum frásögnum, þar sem sá
texti væri að mestu ljóðatexti, en í texta sem að mestu fjallar um lög og
fyrirmæli yrðu einungis notaðar myndirnar við/okkur/okkar, þið/ykkur/ykkar.
Nefndinni var þó ljóst að frávik yrðu óhjákvæmileg einkum þar sem stutt-
um bænatexta eða ljóði er skotið inn í frásagnartexta. Bréfi nefndarinnar
var aldrei formlega svarað en litið var á þögn sem samþykki og unnið eftir
þessari reglu.
Hvað Nýja testamentið varðaði þá tók Hið íslenska biblíufélag einnig
á þeim vanda. Það taldi koma til greina að textinn yrði almennt í tvítölu
nema ræður Jesú, orð engla og bænir og að í bréfunum yrðu lofsöngvar í
fleirtölu en textinn að öðru leyti í tvítölu. Af aðsendum athugasemdum við
kynningarheftið má sjá að enginn einhugur er um þessa breytingu. Hún er
ekki heldur auðveld viðureignar. Stundum var verulega erfitt að skera úr
um hvort Jesús væri að flytja ræðu eða hvort hann væri að tala almennt til
lærisveina sinna. En ákvörðun varð að taka um Nýja testamentið í hverju
einstöku tilfelli, rétt eins og um Gamla testamentið, og vinna samkvæmt
áliti Hins íslenska biblíufélags eins vel og kostur var.
10. Málfar sem nær til beggja kynja1
Umræðan um „málfar beggja kynja“ í Biblíunni kom ekki upp áyfirborðið
fyrr en nokkrum árum eftir að þýðingarstarfið hófst. Það snýst um það að
málfar kirkjunnar sé karllægt og nái ekki til kvenna. Um þetta atriði eru þó
alls ekki allir sammála um.
Forsaga alls þessa máls er sú að á kirkjuþingi haustið 1998 var
jafnréttisáætlun kirkjunnar samþykkt og tók hún gildi 1. janúar 1999. Þar
var á tveimur stöðum vikið að málfari. Á fyrri staðnum var verið að telja
upp þau atriði sem jafnréttisáætlunin lagði megináherslu á en meðal þeirra
var að vinna að endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi. A síðari
staðnum, í kafla um jafnréttisfræðslu og málfar, var áréttað að unnið yrði
að endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi. Þýðingarnefnd Gamla
1 Einhvern veginn get ég ekki sætt mig við „mál beggja kynja“. Vandað íslenskt mál er jafnt
mál karla sem kvenna.
54