Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 63
orðunum bræður og systur, systkin eða trúsystkin en á nokkrum stöðum er
orðinu bróðir haldið, t.d. í sambandinu bróðurkærleikur (Heb. 13.1).
Þótt ég sjálf hafi ekki aðhyllst þessa breytingu get ég fellt mig við ákvörð-
un Hins íslenska biblíufélags. Löng hefð er fyrir því í íslensku máli að
ávarpa bæði kynin í kirkjulegu máli með góð systkin. I Islensku hómilíubók-
inni stendur t.d. í textanum „In passione Dornini" (s. 128): „Góð systkin,
virðið ér, fratres carissimi, hógværi Guðs“ en alls er þetta ávarp notað 25
sinnum. Avarpsorðin braður og góðir brœður eru vissulega algengari eða
koma fyrir 57 sinnum og fratres carissimi kemur fjórum sinnum fyrir. Rétt
er að geta að latneska fleirtölumyndin fratres ‘bræður’ getur merkt ‘systkin’
eins og adelphoi í grísku getur merkt ‘bræður’ en einnig ‘bræður og systur’
eða ‘systkin’.
11.2 eingetinn—einkasonur
I nýju þýðingunni er orðinu eingetinn breytt í einkasonur í Jóhannesarguðspjalli
(3.16). I útgáfunni frá 1981 var eingetinn látið halda sér þótt því væri breytt
í einkasonur annars staðar. Neðanmáls er þessi skýring (1981: 114):
Gríska orðið monogenes þýðir „eini sonur“, „einkasonur", sbr. Jh
1.14,18; 3.18 og ljh 4.9. Þetta orð kemur ekki fyrir í Nt um Krist nema
í Jóhannesarritunum, en sama hugsun er víða, t.d. F1 2.6-11; Kól 1.15-16;
Heb 1.1-4 og lJh.1-4. Með þessu orði er Jóhannes að segja, að Kristur er
einn fieddur af Guði föður frá upphafi, eins og orð fæðist af huga. Allt annað
er skapað af Guði, hann einn fæddur frá eilífð, þess vegna eitt með Guði
sjálfum , sbf. Jh 10.30: „Eg og faðirinn erum eitt“.
Séra Geir Waage ritaði grein í Morgunblaðið í nóvember 2007 um orðin
eingetinn og einkasonur og kvartaði yfir breytingunni og sama gerði Illugi
Jökulsson í 24stundum í október sama ár. Báðir töldu ranglega þýtt. Illugi
tekur sterkt til orða þegar hann skrifar: „hið gríska hugtak sem notað er í
frumtextanum getur EKKI alveg eins þýtt ,,einkasonur“. Það þýðir „einget-
inn“ og ekkert annað.“
Einar Sigurbjörnsson prófessor og séra Sigurður Pálsson hafa báðir gert
góða grein fyrir breytingunni á eingetinn í einkasonur, Einar á vefsíðunni
www.tm.is og Sigurður í Morgunblaðinu 8. nóvember. Einar skrifaði:
61