Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Qupperneq 66
Sama má segja um allar þær dæmisögur og aðra ritningarstaði þar sem Jesúa
frá Nasaret talar fyrirvaralaust og án þess að fordæma það um „þræla“. Það er
víst búið að breyta því öllu í „þjóna“ af því að núna erum við á móti þræla-
haldi og finnst að Jesúa hefði átt að vera það líka. [...] Að breyta orðalagi
Jesúa úr „þræl“ í ,,þjón“ er því líka bara sögufölsun.
Ef nýja þýðingin er borin saman við útgáfuna frá 1981, þeirri sem ég
reikna með að eigi að hafa verið breytt, sést að þrœli var hvergi í nýju þýð-
ingunni breytt í þjón. Þrœll kemur fyrir á 32 stöðum í Nýja testamentinu
samkvæmt Biblíulyklinum að útgáfunni 1981. En í þýðingarsögunni má
benda á dæmi þess að þjóni hafi verið breytt í þrœl. Nægir að skoða hér eitt
dæmi úr Matt 20.26,27:
1747: So skal ei vera ydar a mille, helldur hvor hann vill ydar a milli
Volldugur vera, sie sa ydar þienare. Og hvor ydar sem fremstur vill vera,
veri hann ydar þion.
1841: en ydar á medal skal þetta eigi svo vera, heldur skal hvorr sá af
ydur, er mestur vill heita, vera ydar þjónustumadur; og hvorr hann vill vera
ydar fremstur, sé hann þjón ydar.
1859: en ydar á medal skal þetta eigi svo vera, heldur skal hver sá af ydur,
sem mestur vill heita, vera ydar þjónustumadur; og hver hann vill vera ydar
fremstur, sé hann þjónn ydar.
1866: En yðar á meðal skal þetta eigi svo vera, heldur skal hver sá sem
mikill vill verða meðal yðar, vera yðar þjónustumaður; Og hver sem vill vera
fremstur meðal yðar, hann sé þjón yðar.
1912/14: en eigi sé því svo farið yðar á meðal, en sérhver sá, er vill verða
mikill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar; og sérhver sá, er vill yðar á
meðal vera fremstur, hann skal vera þræll yðar.
1981: En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal
yðar, þjónn yðar. Og sá er fremstur vill vera meðal yðar, sé þræll yðar.
2007: En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða
meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll
ykkar.
64