Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 68
lesendahóps og að ný Biblía ætti að vera kirkjubiblía. Ég mun flokka dæmin
að hætti Jóns.7
1. Islensk biblíumálshefð/orðfræði:
fórna höndum - ljúka upp lófum (22. 10.)
Fundið var að því að orðasambandinu að fórna höndum skyldi breytt og í
staðinn sett Ijúka upp lófum til himins. I Islenskri orðabók (2002:376) er
merking orðasambandsins að fórna höndum sögð ‘lyfta höndum (í skelfingu)’
og í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson er gefin merkingin orvænta;
láta í ljós mikla furðu (næstum örvæntingu)’ (2006: 434). Nú vita menn
að bænarstellingin var ekki þannig að menn hefðu lyft höndum og teygt
þær til himins í furðu eða örvæntingu heldur réttu þeir hendurnar fram og
sneru lófunum til himins í bæn. Þessu var ætlunin að ná með því að fylgja
frumtextanum.
brenna e-ð - láta e-ð líða upp í reyk (22.10.)
Aðalþýðandinn, Sigurður Orn Steingrímsson, hefur rannsakað fórnir
Gamla testamentisins mjög gaumgæfilega og er sérfræðingur á því sviði.
Þýðingarnefndin lét hann því ráða ferðinni með að víkja aðeins frá orðréttri
þýðingu. Þýðing Sigurðar er myndræn og lýsir vel því sem fram fór:
3Mós 1.9: Presturinn skal því næst láta það allt líða upp í reyk frá
altarinu. Þetta er brennifórn, eldfórn, Drottni þekkur ilmur.
Flebreska sögnin ,,Qatar“ sem hér er að baki merkir að brenna, fórna,
kveikja í. Hún stendur í svokallaðri hífil-mynd hér, sem felur í sér að
láta eitthvað gerast, láta kjötið brenna eða láta það líða upp í reyk, eins
og hér var þýtt. Hliðstæða þýðingu er að finna t.d. í þýskri biblíuútgáfu,
Einheitsuberseztung;. Der Priester soll dann die Eingeweide und die Beine
mit Wasser waschen und das Ganze auf dem Altar in Rauch aufgehen
lassen.
7
Dæmin sem fengin eru úr ritmálsskrá Orðabókar Háskólans má sjá á slóðinni http://lexis.hi.is/cgi
bin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl.
66