Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 70
nú / fæddum friðargjafa" og þekktur sálmurValdimars Snævarr hefst
á orðunum: „Lofsyngið Drottni, lýðir tignið hann.“ I lslensk-danskri
orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24: 509) er einnig gefið þágufall: „vt.
med dat. lovprise“. Þágufall er því fullkomlega eðlilegt í textanum.
3. Notkun forsetninga og atviksorða:
bragð af - bragð að (17.11., 31. 1.)
Fundið var að notkun forsetningarinnar að með nafnorðinu bragð í tveimur
fyrirlestrum Jóns G. Friðjónssonar og reyndar einnig í pistlinum „íslenskt
mál“ í Morgunblaðinu 16. febrúar 2008. Staðurinn, sem vísað er til, er í
2Sam 19.36: „Getur þræll þinn enn fundið bragð að því sem hann etur og
drekkur?“
I Stóru orðabókinni eftir Jón Flilmar Jónsson (2005: 84) stendur við
bragð, lið 3:
„skynjun (það er) (<sterkt>) bragð að/af <matnum, víninu>
finna bragð (að/af <matnum>)
Jón Hilmar lítur því á samböndin bragð að og bragð afstm jafngild enda
sýnir almenn notkun að svo er.
Ég spurðist fyrir um orðin aðbragð að mat og afbragð af mat fyrir
nokkrum misserum í þættinum „Islenskt mál“ og fékk næg dæmi um bæði
orðin þannig að notkun fylgiorðsins er jafngild. Söfn Orðabókarinnar eiga
dæmi um bragð að, nýjabragð að, matarbragð að eins og Baldur Jónsson
prófessor benti réttilega á í ágætri grein um efnið í Morgunblaðinu 22.
febrúar 2008, en einnig aukabragð að, fiskbragð að, óbragð að og mörg fleiri
og og hef ég engu við að bæta. Eg tek fyllilega undir með Baldri. Jón G.
Friðjónsson svaraði grein Baldur í Morgunblaðinu 28. febrúar 2008 og get
ég ekki stillt mig um að finna að því að hann vitnar þar sér til stuðnings í
Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar frá 1994 sem hann endurskoðaði og yfir-
fór rækilega fyrir útgáfuna á Stóru orðabókinni. Það er Jóni Friðjónssyni
fullkunnugt um.
68