Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 71
4. Stíll:
Orsakatengingin því að (22.10, 17.11., 31.1. )
Á öllum úthendunum má finna dæmi um að fundið sé að því að fylgiorðinu
að sé sleppt í orsakatengingunni því að. Flest dæmin eru hin sömu á
úthendunum og sótt í Jóhannesarguðspjall (Jóh 3.34, 4.14, 6.2, 6.40,
7.8). Borið er saman við útgáfuna firá 1912/14 en ekki minnst á 1981. Það
verða að teljast mistök hjá Jóni þar sem honum ætti að vera kunnugt um
að guðspjöllin voru ekki endurþýdd nú heldur endurskoðuð með tilliti til
ákvarðana er snertu alla Biblíuna. I 1981 er alls staðar notað því á þessum
stöðum án að. Er orsakatengingin því að eins föst í málinu og Jón vill vera
láta? Fáein dæmi úr Biblíum:
1540: far til Iraels Iardar þui þeir eru i heliu sem leitudu ad lifi sueinsins
(Matt 2.20)
1584: Þu ert at vijsu vor Fader / þui Abraham hann veit ei af oss (Jes
63.16)
1584: Latum oss Eta og Drecka þui vier Deyum þo a Morgun (Jes
22.13)
1584: Vert Hughraustur og oefadur / þui þu skalt skipta Landenu med
þessu Folke (Jós 1.6)
1841: Eg vil lofsýngja Drottne, því hann hefir sig med dásemdum
dýrðlegan gj0rt (2Mós 15.1)
1841: Eg skal lofsyngja Drottne, því hann hefir gjort mér vel til (Sálm
13.6)
1841: Þakkid Drottni! Því hann er gódur, því hans miskunsemi er eilífð
(Sálm 107.1)
1859: því tími er til hvers áforms (Pred 3.17)
1866: því menn sáu þau teikn, er hann gjörði á þeim sjúku (Jóh 6.2)
Svona hefði mátt lengi telja. Jónas Hallgrímsson orti í Gunnarshólma-.
,,því hafgang þann ei hefta veður blíð“ og ,,því Gunnar vildi heldur bíða
hel“ og í Vísum Islendinga: „ því þú ert vinur vorrar gömlu móður / og vilt
ei sjá að henni neitt sé gert.“ Ég minnist þess ekki að fundið hafi verið að
þessu hjá Jónasi.
69