Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 73
Textinn felur ekki í sér annað en óljósa framtíðarmerkingu. í sænsku
Biblíunni (2000) er þýtt „Den dag skall komma“ og í dönsku Biblíunni
(1993) ,,Til sist skal det ske“. Enskar þýðingar (NRSV, REB, RAB) nota ,,In
days to come“. Rétt er líka að benda á að orðalagið á síðustu dögum hefur í
nútímamáli oft fengið merkinguna ‘að undanförnu’.
6. Málfræði:
þdsund - þúsundir (17. 11.)
Fyrirsögn á glæru frá málþinginu í Skálholti, „þúsund eða þúsundir“ undir
yfirskriftinni ,,Málfræði“, lætur í það skína að þýðingarnefndin kunni ekki
málfræðina sína. Tekið er upp dæmi úr lKron 16.15 úr nýju þýðingunni:
„Hann minnist að eilífu sáttmála síns, / fyrirheitanna sem hann gaf þúsund
kynslóðum" og borið saman við 1912/14: „Hann minnist að eilífu sáttmála
síns, orð þess sem hann hefir gefið þúsundum kynslóða“. Vitna má til
ýmissa innlendra og erlendra þýðinga:
1747 (17.15): j Þusund Ætter
1841 (17.15) í þúsund ættlidi
1859 (17.15): í þúsund ættliði
1866: : í þúsund ættliði
NRSV: a thousand generations
REB: a thousand generations
NAB: a thousand generations
NJB: a thousand generations
Danska Biblían (1993): i tusind slægtled
Sænska Biblían (2000): i tusen sláktled
Hebreska sýnir að það er verið að tala um (eitt) þúsund kynslóðir (hebr.
Le-elefi en ekki þúsundir þannig að hér var verið að leiðrétta og gagnrýn-
andinn á villigötum.
samsett frumlag (17.11., 31.1.)
Jón nefnir dæmi um að nýja þýðingin hafi fleirtölu í samsettu frumlagi þar
sem hann telur eintölu einu réttu myndina. Langt er frá því að sú regla hans
71