Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 79
Hjalti Hugason
Guðfræði Tómasar Sæmundssonar
Tilraun til greiningar með sérstöku tilliti
til aðfararæðu hans
í greininni er fjallað um guðfræði Tómasar Sæmundssonar. Gengið er út frá
því að hann hafi staðið á mótum tveggja tíma, upplýsingarinnar og þeirra
hreyfinga er leystu hana af hólmi. Höfundur þessarar greinar hefur hyllst
til að nota heitið nýrétttrúnaður yfir þá stefnu sem tók við af upplýsing-
arguðfræðinni. Hér verður sú hugtakanotkun gaumgæfð í ljósi gagnrýni
Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín.
Viðhorf Tómasar eru áhugaverð þar sem hann hafði haft einstæða mögu-
leika til að kynna sér kirkjumál samtímans. Má ætla að hann hafi verið
boðberi nýrra strauma í guðfræðilegu tilliti hér á landi frekar en dæmigerð-
ur íslenskur kirkjumaður á sinni tíð.
Inngangur
Þegar staða Tómasar Sæmundssonar (1807-1841), Fjölnismanns og prests
á Breiðabólstað í Fljótshlíð, í íslenskri hugmyndasögu er skoðuð blasir
við að hann stendur á mótum tveggja tíma, upplýsingar og rómantíkur í
almennu tilliti en upplýsingarguðfræði og þeirrar stefnu sem leysti hana
af hólmi þegar litið er til guðfræðinnar. Hefur sú stefna oft verið nefnd
nýrétttrúnaður, eins og höfundur þessarar greinar gerir í fyrri skrifum
sínum, en einnig kirkjustefna, eins og Torfi K. Stefánsson Hjaltalín gerir
í hinu viðamikla riti sínu „guð er sá, sem talar skáldsins raust“ — Trú og
hugmyndafrœði frá píetisma til rómantíkur} Ástæður þess að Tómas er
slíkur tímamótamaður í íslenskri guðfræðisögu tvær. Annars vegar lifði
1 Hjalti Hugason 1990: 124. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 7, 361, 424, 474, 520 og víðar.
Um inntak stefnunnar sjá m.a. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 475-480.
77