Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 82
hæfileika, eins og þeir birtast í allri framsetningu hugsananna, rökvísi og
lærdómi, þá verður fyrst og fremst að athuga vitnisburðinn, eins og hann
hljómar af vörum hans úr prédikunarstólnum, án þess að nokkurt sérstakt
„tækifæri“ komi þar til greina og verði til þess að gefa orðum prédikarans
sérstakan tón.11
Jón telur sig standa betur að vígi en þeir sem áður höfðu fjallað um
Tómas þar sem hann hafi undir höndum flestallar predikanir Tómasar
í eiginhandarriti.12 Vissulega má taka undir með Jóni í því að útgefnu
tækifærisræðurnar séu bæði vegna eðlis síns og umfangs mun takmarkaðri
heimildagrunnur en hið eftirlátna predikanasafn í heild. Þó má benda á
að predikun er í eðli sínu tækifærisræða í þeirri merkingu að hún mótast
af ákveðnum stað og stundu að svo miklu leyti sem hún er ekki hreinn
trúfræðifyrirlestur auk þess sem hún er útlegging fyrirfram ákveðins texta
sem skapar tækifæri í sjálfu sér. Sú mynd sem aðeins er dregin upp með
hjálp predikana án stuðnings annars konar guðfræðilegra ritsmíða verður
því aldrei nákvæm heildarmynd. Hún kann hins vegar að vera það sem
næst verður komist. Sú er enda raunin með langflesta íslenska guðfræð-
inga og kirkjumenn að þeir hafa aðeins látið eftir sig stólræður og skylda
texta. „Heildarmynd“ þeirra verður því ætíð dálítið óglögg og sker Tómas
Sæmundsson sig ekki úr í því efni.
Á grundvelli útvíkkaðrar heimildakönnunar lýsti Jón Helgason guðfræði
Tómasar afa síns annars á þann hátt að allar predikanir Tómasar hafi verið
byggðar á „grundvelli ákveðinnar og jákvæðrar kristilegrar trúar“.13 Nokkru
síðar er þessi túlkun áréttuð og rökstudd með greiningu á aðfararæðu
Tómasar. Sú ræða hlýtur þó með sérstökum hætti að standa á mörkum
tækifærisræðu og predikunar. Leiðir greining Jóns að þessari niðurstöðu: „Á
þessum grundvelli jákvœðrar, kristilegrar trúar [leturbr. HH] byggist allur
vitnisburður hans í prédikunarstólnum.“14 Telur Jón afa sinn hafa tilheyrt
11 Jón Helgason, 1941: 135.
12 Jón Helgason 1941: 135.
13 Jón Helgason 1941: 135-
14 Jón Helgason 1941: 137. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín (2006: 454, 455) telur að hér hljóti
„kristileg" að merkja kristfræðileg. Ekki verður séð að svo þurfi að vera. Bæði lýsingarorðin geta
vísað til hefðbundinnar kirkjulegrar trúar.
80