Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 82
hæfileika, eins og þeir birtast í allri framsetningu hugsananna, rökvísi og lærdómi, þá verður fyrst og fremst að athuga vitnisburðinn, eins og hann hljómar af vörum hans úr prédikunarstólnum, án þess að nokkurt sérstakt „tækifæri“ komi þar til greina og verði til þess að gefa orðum prédikarans sérstakan tón.11 Jón telur sig standa betur að vígi en þeir sem áður höfðu fjallað um Tómas þar sem hann hafi undir höndum flestallar predikanir Tómasar í eiginhandarriti.12 Vissulega má taka undir með Jóni í því að útgefnu tækifærisræðurnar séu bæði vegna eðlis síns og umfangs mun takmarkaðri heimildagrunnur en hið eftirlátna predikanasafn í heild. Þó má benda á að predikun er í eðli sínu tækifærisræða í þeirri merkingu að hún mótast af ákveðnum stað og stundu að svo miklu leyti sem hún er ekki hreinn trúfræðifyrirlestur auk þess sem hún er útlegging fyrirfram ákveðins texta sem skapar tækifæri í sjálfu sér. Sú mynd sem aðeins er dregin upp með hjálp predikana án stuðnings annars konar guðfræðilegra ritsmíða verður því aldrei nákvæm heildarmynd. Hún kann hins vegar að vera það sem næst verður komist. Sú er enda raunin með langflesta íslenska guðfræð- inga og kirkjumenn að þeir hafa aðeins látið eftir sig stólræður og skylda texta. „Heildarmynd“ þeirra verður því ætíð dálítið óglögg og sker Tómas Sæmundsson sig ekki úr í því efni. Á grundvelli útvíkkaðrar heimildakönnunar lýsti Jón Helgason guðfræði Tómasar afa síns annars á þann hátt að allar predikanir Tómasar hafi verið byggðar á „grundvelli ákveðinnar og jákvæðrar kristilegrar trúar“.13 Nokkru síðar er þessi túlkun áréttuð og rökstudd með greiningu á aðfararæðu Tómasar. Sú ræða hlýtur þó með sérstökum hætti að standa á mörkum tækifærisræðu og predikunar. Leiðir greining Jóns að þessari niðurstöðu: „Á þessum grundvelli jákvœðrar, kristilegrar trúar [leturbr. HH] byggist allur vitnisburður hans í prédikunarstólnum.“14 Telur Jón afa sinn hafa tilheyrt 11 Jón Helgason, 1941: 135. 12 Jón Helgason 1941: 135. 13 Jón Helgason 1941: 135- 14 Jón Helgason 1941: 137. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín (2006: 454, 455) telur að hér hljóti „kristileg" að merkja kristfræðileg. Ekki verður séð að svo þurfi að vera. Bæði lýsingarorðin geta vísað til hefðbundinnar kirkjulegrar trúar. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.