Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 83
„nýrri rétttrúnaðarstefnu“ sem rutt hafi sér til rúms í Kaupmannahöfn um
það leyti sem Tómas var þar við nám.15
I anda Jóns Helgasonar hefur höfundur þessarar greinar kallað þessa
stefnu nýrétttrúnað eins og að framan greinir. Hugtakið „kirkjustefna“
kemur þó líka vel til álita. Heitin tvö hafa þó augljóslega mismunandi und-
irtóna. Hugtakið nýrétttrúnaður lýsir guðfræðilegu inntaki stefnunnar og
guðfræðisögulegri stöðu hennar. Heitið kirkjustefna hefur á hinn bóginn
ekki eins skýra vísun til kenningarlegs inntaks. Lýsir það fremur ákveðnum
formlegum einkennum stefnunnar og þá einkum því að hún hafi boðað
„kirkjulegri“ kenningu en haldið var fram á upplýsingartímanum. Þá hefur
heitið kirkjupólitíska skírskotun þar sem það getur vísað til þess að í stefn-
unni hafi falist aukin áhersla á kirkjustofnunina og kennivald hennar.
Virðist heitið vart til þess fallið að auka á nákvæmni í hinni guðfræði-
sögulegu orðræðu.
Til að lýsa þeim straumhvörfum sem guðfræði- og trúarskoðanir Tómasar
mörkuðu segir Jón Helgason meðal annars:
Sú trúarskoðun, sem séra Tómas hafði eignazt erlendis, var svo frábrugðin
þeirri trúarskoðun, sem enn var ríkjandi meðal íslenzkra kennimanna, að
heita mátti, að torfærilegt djúp væri staðfest milli lífsskoðunar séra Árna
stiftsprófasts, eins og hún birtist í Helgidaga-prédikunum hans, og hins unga
guðfræðings, séra Tómasar. Hið gamla og nýja hlaut þar að rekast hvað á
annað, eins og líka kom á daginn. Séra Tómas var að vísu í aðra röndina
mikill „upplýsingar“-maður, þó í annari merkingu væri en þar sem ræða er
um upplýsingarstefnuna um og fýrir aldamótin 1800. En alt að einu hljóma
í prédikunum hans trúartónar, sem eiga meira skylt við trú Hallgríms og
Vídalíns en við Árna-postillu. ^
Hér er margt sem á við gild rök að styðjast. Á það bæði við um ummælin
um Tómas sem upplýsingarmann jafnvel að nokkru leyti í 18. aldar merk-
ingu þótt Jón Helgason telji annað sem og áreksturinn milli hins gamla
og nýja, Árna í Görðum og Tómasar á Breiðabólstað. Einnig bendir Jón
Helgason á að Tómas hafi orðið íyrir áhrifum frá danska heimspekingnum
Henrich Steffens (1773-1845) sem Jón nefnir „náttúruheimspeking" og
15 Jón Helgason 1941: 135, 136.
16 Jón Helgason 1941: 136.
81