Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 89

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 89
Torfi boðun Tómasar, ekki síst aðfararæðuna, hafa einkennst af strangleika er hafi verið óvenjulegur þegar íslenskur prestur átti í hlut.41 Eru skoðanir hans jafnvel sums staðar einkum í aðfararæðunni taldar jaðra við ofstæki.42 Torfi gagnrýnir greiningu Jóns Helgasonar á guðfræði Tómasar fyrir það að vera ekki nægilega nákvæm.43 Vissulega má taka undir það en jafnframt líta svo á að greining Torfa sé að sumu leyti undir sömu sök seld. Þó má einnig líta svo á að honum takist vel að lýsa einstaklingi sem stendur á mótum tveggja tíma þar sem gamlar og nýjar áherslur takast á. Bendir hann á að hjá Tómasi gæti „nytsemishyggju" upplýsingarinnar og fagurfræði róm- antíkurinnar en „kirkjustefnan" hafi verið ríkjandi þáttur í guðfræði hans og kirkjuskilningi.44 Aðfararæðan Aðfararæða Tómasar Sæmundssonar var ekki byggð á tilteknu guðspjalli eða öðrum biblíutexta og er að því leyti líkari tækifærisræðu en venjulegri predikun á helgum degi.45 Tómas hóf ræðu sína með því að setja frarn guðfræðilegan mannskilning og benti á mismunandi hvata er liggja að baki mannlegrar breytni. Því næst vék hann að þeirri þekkingu á Guði sem trúarbrögðin almennt hefðu varðveitt en vék síðan að holdtekju Krists sem forsendu fyrir sannri guðsþekkingu. Fyrri hluta ræðunnar sem líta má á sem guðfræðilegan inngang lýkur svo með umfjöllun um kirkjuna og hlutverk hennar. Síðari hlutinn hefst á umfjöllun um kirkjubyggingar og helgisiði en jafnframt gagnrýni á hegðun fólks meðan á guðsþjónustu stóð, skraf og ráp um kirkjuna. Þá vék Tómas að predikuninni, formi hennar og inntaki, skyldu presta að haga orðum sínum þannig að söfnuðurinn skildi og skyldu safnaðarins að vera opinn fyrir boðun prestsins þótt eitthvað kynni að brjóta í bága við það sem fólki hafði áður verið kennt. Kemur í þeim hluta ræðunnar fram sterk framfaratrú. Tómas lagði og ríka áherslu á að söfnuðurinn ætti að beita presta sína aðhaldi og ganga eftir rökstuðningi þeirra á því sem braut í bága við það sem álitið hafði verið góður og gildur 41 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 457. 42 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 457. 43 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 459. 44 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 2006: 474. 45 Tómas Sæmundsson 1841: 1-21. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.