Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 93
Og þá koma orðin sem hljóma eins og tilvitnun til Ágústínusar: „Hvurgi
finnur hjartad fullnægju, nema hjá gudi; 59 Hann heldur síðan áfram í
samhljómi við hina forn-kristnu hefð:
... hvurgi hid rjetta fiadurland sitt annarsstadar, enn á himnum; hvurgi frid,
utan í þeirri trúareruggu fullvissu, ad sá sem í himninum bír, sje mannanna
gjædskuríkur fadir, sem elskar 0II sín börn, sem alla hefur skapad til ævarandi
sælu med sjálfum sjer. Hjedan kemur hjartanu stirkleiki til ad strída og bera
úr bítum sigurinn, sjá! þad er raustin drottins, sem kallar til lífsins.66
I tómleikakenndinni yfir hinu jarðneska og þeirri hvíld sem maðurinn
á öllum tímum hefur fundið í „hinu rétta föðurlandi sínu“ á himnum
taldi Tómas vera að finna upptök allra trúarbragða. Þau eiga sér því, að
hans mati, sameiginlega rót í trúarþörf mannsins. Af þeim sökum má ætla
að trúarbragðaguðfræði Tómasar hafi rúmað þá hugsun að öll trúarbrögð
hefðu í sér fólgin brot af sannleikanum. Hann hefur því líklega litið svo á
að Guð opinberaði sig í þeim öllum enda segir hann að „mannkinid [hafi]
aldrei algjorlega gleimt gudi“.61 Nokkur þekking á honum hefur því alltaf
og væntanlega alls staðar verið fyrir hendi. Þær „ædri tilfinníngar og ept-
irlánganir“ sem trúarbrögðunum eru samfara
...leida til sáluhjálparinnar, og þeirra ákvordun er so mikilvæg, ad skap-
arinn, sem af vísdómi sínum og gjædsku hafdi innrætt þær mannlegu hjarta,
gaf heiminum nían vott elsku sinnar med þeim rádstofunum, sem hann
gjordi í tímans uppfillíngu til ad glæda þær og lífga/’“
Er þar komið að enn einni opinberunarleið Guðs við hlið náttúrunnar,
sálarinnar eða andans, samviskunnar og trúarbragðanna, það er opinberunar
Guðs í sögunni. Er þar einkum átt við hjálpræðissöguna og kjarnaatburð
hennar, komu Krists í heiminn. Um hana sagði Tómas:
Þegar hid jardneska hafdi so ifirbugad hid himneska med manninum, ad
hann lá fallinn og gat ekki reist sig vid af sjálfsdádum; þegar vanþekkíngar-
59 Tómas Sæmundsson 1841: 3. Sjá Játningar 2006: 61.
60 Tómas Sæmundsson 1841: 3-4.
61 Tómas Sæmundsson 1841: 4.
62 Tómas Sæmundsson 1841: 4.
91