Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Qupperneq 95
Jeg vil ekki dilja idur þess, brædur! hvad jeg álít sannleika; þessari spurníngu
virdist mjer, að því leiti trúarbrogdunum vidvíkur, ærid hægt að svara: svo
sannarlega sem nokkud er satt og áreidanlegt, þá er þad þad, ad guds sonur
er kominn í heiminn til ad fridþægja heiminn vid gud; sannleikann er hvurgi
ómeingadan ad finna, nema í hans ordi, sem til þess er fæddur og í heiminn
kominn, ad hann beri sannleikanum vitni, einginn gjetur annan grundvoll
lagt, enn þann sem lagdur er, og ekkjert nafn er monnum til sáluhjálpar
gjefid utan nafn þess krossfesta. 5
I framhaldinu kemur fram sterk áhersla á þá grunnhugmynd Lúthers
að einvörðungu í Guðs orði (sola scripturá) eins og það er að finna í Nýja
testamentinu, eins og Tómas sagði raunar, sé „grundvolljurj allrar sannrar
trúar, allrar sannrar þekkíngar á trúarefnum“ að finna.66 Af þessum sökum
virðist ekki fjarstætt að kenna guðfræði Tómasar við rétttrúnað og flokka
hana sem nýrétttrúnað 19. aldar. Hið sama kemur fram í kröftugri bæn
hans, lofgjörð eða doxologíu í lok ræðunnar þar sem hann dregur saman
gjörvalla hjálpræðissöguna eins og hún kemur fram í þrískiptu, trinitarísku,
trúarjátningunni.67
Af fýrrgreindum orðum er ljóst að Tómas var sannfærður um innblástur
Ritningarinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann teldi að hún þyrfti
túlkunar við. Áleit hann að túlkunum manna fleyti stöðugt fram „eptir
tímanna framforum og vísindanna“. Sýna þau ummæli sterka framfaratrú
hans en líta má á hana sem merki um áhrif upplýsingarinnar á Tómas.
Hann var þó á þeirri skoðun að þekking mannsins á Guði verði aldrei full-
komin „í þessu ófullkomleikans landi“, það er jarðlífinu.68 Þrátt fyrir þann
varnagla gerði Tómas þó ráð fyrir sívaxandi þekkingu á Guði meðal annars
vegna nýrra biblíurannsókna. Brýtur það að sumu leyti í bága við áherslu
siðaskiptamanna og annarra er aðhylltust afturhvarf til uppruna eða frum-
heimilda kristindómsins.
65 Tómas Sæmundsson 1841: 9-10.
66 Tómas Sæmundsson 1841: 10. Sama áhersla á Nýja testamentið kemur fram í Ferðabók Tómasar.
Tóma Sæmundsson 1947: 171, 172. I aðfararæðunni lagðiTómas þó líka áherslu á gildi Biblíunnar
í heild. „Ritnnígin er þad eina ritid, sem heldur óbreitanlegu og stodugu gildi til heimsins enda,
því hún er ritud med guds fíngri;...hún er gudsverk,...“ Tómas Sæmundsson 1841: 12.
67 Tómas Sæmundsson 1841: 19-21.
68 Tómas Sæmundsson 1841: 12.
93