Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 97
Þrátt fyrir ekumeníkina bendir Tómas á að það hafi þótt prýða lúthersku
kirkjuna
... ad hún hafi haldid medalveiginn í 0llu. Hún hefur haldid eptir nokkurri
prídi í kirkjum sínum, nokkrum sálmasaung og altarisþjónustu, enn álítur
þó ordsins kjenníngu lángt firir ollu odru.
Það er þó augljóst að Tómas var gagnrýninn á kirkjudeild sína sem hann
taldi hafa „haldid miklu meiru eptir af útvortis sidum [páfa átrúnaðarins]“,
en systurkirkja hennar „sem kjennir sig vid sidabótina“, það er reformerta
kirkjan sem hann hafði greinilega samúð með.74 Benti hann á að sú kirkja
haldi ekki fast í neina aðra siði en þá sem rekja megi til Krists og postula
hans eða rita Nýja testamentisins. Taldi hann að sú afstaða væri í samræmi
við skynsamlegar framfarir eins og fram kom í orðum hans er hann sagði:
Þessvegna leitast menn og, ad því skapi sem upplísingin vegs og skiln-
íngurinn á guðsorði, meir og meir vid þad ár frá ári, ad hinu útvortis
verdi í ollu nidurskipad samkvæmt gudspjallanna ávísun og sem
einfaldlegast, tilgjordar- og fordildar-minst. Þad er fáfrædis einkjenni
ad þurfa margrar útvortis prídi vid, sosem minda og málverka, til þess
sosem med áþreifanlegum, sínilegum hætti ad gjora audveldari íhugan
hins ósínilega vid heirn hans orda og lipta hjartanu til hans, sem er
uppspretta allrar fegurdar og alls góds.75
I huga Tómasar virðist reformerta kirkjan eða að minnsta kosti „lág-
kirkjulegur“, þýskur prótestantismi því vera hin æskilega fyrirmynd, hin
upplýsta kirkja sem hagar siðum sínum til samræmis við aukna þekkingu
á ritum Nýja testamentisins. Þessum þætti í guðfræði og kirkjuskilningi
Tómasar hefur tæplega verið nægilegur gaumur gefinn. Hugsanlega er
adiaphora. Tómas Sæmundsson 1947: 47, 174. I þessu efni gætir áhrifa frá Evrópuferð Tómasar
einkum Þýskalandsdvölinni og kynna af reformertu kirkjunni og kristnihaldi í Prússlandi. Þó
virðist skilningur hans að mestu rúmast innan lútherskrar guðfræði í þessu efni eins og hún
endurspeglast í Agsborgarjátningunni.
73 Tómas Sæmundsson 1841: 8.
74 Tómas Sæmundsson 1841: 8-9.
75 Tómas Sæmundsson 1841: 9. Sjá ogTómas Sæmundsson 1947:174-175
95