Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 103
Sigfinnur Þorleifsson
Um nauðsynlegan sársauka og þarflausa
þjáningu
Greinin fjallar um nauðsyn þess að þjáning manneskjunnar fái viðurkenn-
ingu. Allur maðurinn heill finnur til og gagnvegir liggja á milli líkama,
anda og sálar svo ekki verður sundurskilið. Mannskilningur Biblíunnar helst
þannig í hendur við þær áherslur sem nú á dögum eru uppi innan lækn-
isfræðinnar og hafa sérstaklega rutt sér til rúms í svokallaðri líknarmeðferð
þ.e. „palliative medicin“. Gerður er greinarmunur á sársauka sem er óhjá-
kvæmilegur og fylgir öllum missi og þjáningu sem hægt er að meðhöndla
m.a. með lyfjum. Sálgæslan hefur hér miklu hlutverki að gegna þ.e. hún
hlustar á manneskjuna tilætlunarlaust og án nokkurrar fordæmingar.
Islensk tunga ræður yfir mörgum orðmyndum þegar hún reynir að orða
það ástand sem hefur áhrif á allan manninn en verður þó aldrei fyllilega tjáð.
Þjáning eða þraut, kvöl og pína, sársauki, verkir og fleira mætti vafalaust
telja. Haft hefur verið á orði að vestræn bókmenntahefð geri yfirleitt reg-
inmun á þjáningu og kvöl. Að þjást er andlegt og upphafið á meðan það
að kveljast er holdlegt og jarðbundið. Hér eimir enn eftir af aldalangri
tvíhyggju, sem greina má víða m.a. í túlkun kristindómsins: „þótt holdið
liggi lágt og læst í dróma, fær andinn hafist hátt í himinljóma o.s.frv.1'1
Þessi afstaða er þó í algerri mótsögn við þann mannskilning sem Heilög
ritning birtir og boðar. Þar sjáum við svo víða að það liggja gagnvegir á
milli líkama og sálar og anda svo ekki verður sundurskilið. Líkamleg kvöl
Krists á krossinum og andleg pína eru lögð að jöfnu: „Mig þyrstir.Guð
minn Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig“ (Jh. 19:28; Mk. 15:34). Og
dæmi um gagnvirkni þess andlega og líkamlega sjáum við m.a. þegar Kristur
lyftir sektaroki af kvalinni sál, þá endurheimtir magnþrota og þjáður líkami
1 Valdimar Briem, Sálmabók íslenku kirkjunnar, 2001, s. 131
101