Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 109
krossins. Kona á miðjum aldri sem tjáði sig um leið sína til trúarskilnings
og trausts orðar hug sinn og afstöðu á áþekkan hátt og Bonhoeffer gerir og
það einnig í ljósi eigin reynslu. Hún segir:
Þegar ég haga mér eins og ég sé almáttug-tek ábyrgð á öllu og öllum,
stjórnast í öllu og öllum, upplifi mig ómissandi-þá er ég oftast í mínum
mesta vanmætti, og jafnframt ófær um að sjá hversu vanmáttug ég er. Efég
sný þessu svo við og skoða sýn mína á Guð þegar ég upplifi hann vanmátt-
ugan, þegar mér finnst það líta út eins og hann hafi ekki stjórn á hlutunum,
þegar allt virðist fara á annan veg en ég vil, á annan veg en mér finnst það
eigi að fara, þá velti ég fyrir mér... getur verið að almætti Guðs í þeim
kringumstæðum sé hvað mest, að hann sé sterkastur þegar hann virðist hvað
veikastur? Eg vil...mér finnst... mig langar...sjálfshyglin heftir samband mitt
við Guð, kemur í veg fyrir að ég heyri röddina sem hvíslar svo ofur hljóðlega
inn í sál mína. Kemur í veg fyrir að ég feti þann veg sem hann hefur ætlað
mér, hefur lagt mér á hjarta. Vanþroski minn stendur einnig í veginum fyrir
að ég skilji gjörðir Guðs, ég veit best, hlusta ekki á hinn hljóðláta róm, skil
ekki, vil ekki. Af hverju ætti ég líka að fara eftir því sem Guð segir? Ég sé
ekki, hef ekki skilning á hvað býr að baki gjörðum Guðs, ég hef enga vitn-
eskju um tilganginn. Af hverju á ég þá að láta af stjórnsemi minni og hlýta
orðum hans og fyrirmælum? Ég geri það vegna þess að ég trúi.
Nú má til sannsvegar færa að allur sársauki hafi þá merkingu að hann
gefur til kynna að þeim sem finnur til sé hætta búin og sé því hjálparþurfi.
Líkt og óttinn er sársaukinn einskonar ógnarviðvörun. Að þessu sögðu er
ástæða til að varast þá alhæfingu að í sársauka sé alltaf merkingu að finna.
Að þröngva þeirri lífssýn inn í allar aðstæður getur þvert á móti lokað á
skilning, og orkað sem vanvirðing og höfnun á óbærilegu ástandi og þar
með aukið á kvölina. Hér má bæta því við að Viktor Frankl talar um óbæri-
leikann sem er fólginn í tímalausri þjáningu, þ.e.a.s hinn þjáði sér ekki að
þjáningin muni nokkurn tímann taka enda.6
1 þessari grein er gerður greinarmunur á nauðsynlegum sársauka og þarf-
lausri þjáningu.. Hugtakið nauðsynlegur sársauki er sótt í smiðju til dönsku
6 Viktor E. Frankl, Leitin að tilgangi lífsins, 1996
107