Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 111
Hvað varðar hina þarflausu þjáning þá birtist hún á marga vegu. Til dæmis
þegar sorgin lendir í sjálfheldu (unresolved grief) vegna þess að hún fær
ekki viðurkenningu eða er deyfð á þann hátt sem tefur heilbrigðan firam-
gang úrvinnslu hennar. Svo eru alltaf dæmi þess að sársaukafullur missir
geti valdið sjúklegu ástandi sem er þá nauðsynlegt að meðhöndla m.a. með
læknisfræðilegum úrræðum, samtölum og lyfjum. Það má líka kalla það
þarflausa þjáningu, þegar sannleikanum er haldið frá fólki til að forða því
frá sársauka. Einhvers staðar kemur sú þjáning niður. Sumir hafa á orði að
mættu þeir kjósa sér dauðdaga þá vildu þeir fá að deyja fyrirvaralaust og
helst í svefni. Dauði án nokkurs aðdraganda er yfirleitt erfiðari viðfangs fyrir
eftirlifendur en dauði sem gerir boð á undan sér og gefur fólki tækifæri til
að kveðja og undirbúa það sem fæstir eru svo reiðubúnir fyrir. Þeir sem
eru sviptir vitneskjunni um yfirvofandi dauða af einhverskonar miskillinni
sársaukahlífð eru jafnframt sviptir tækifæri sem getur reynst það dýrmætasta
í lífinu, að fá að kveðja, gera upp líf sitt og ráðstafa húsi sínu eins og það
er orðað í helgri bók. Það uppgjör er aldrei án sársauka en sá sársauki er
nauðsynlegur. Þegar fólk er hrætt við að missa stjórn á hugsunum sínum og
dómgreind vegna oflyfjunar þá býr m.a. að baki óttinn við að fara á mis við
þennan undirbúning. Hér er um það að ræða að fá að halda í nauðsynlega
sársauka en vera samt jafnframt í sem mestu skjóli fyrir þarflausri þjáningu.
Vanmeðhöndlaðir verkir, sársauki sem yfirfyllir allt, veldur því að hinn
þjáði og aðstandendur hans verða algerlega vanmegna og það ástand tekur
í burtu allt sem gæðir lífið gæðum og tilgangi. Þannig er sú þjáning bæði
merkingalaus og miskunnarlaus og tilræði við það sem hverri manneskju er
dýrmætast og varðar sjálfa mennskuna. Hið stóra og mikilvæga viðfangsefni
líknarmeðferðar hlýtur að vera það að auka möguleikana á lífsgæðum innan
þeirra marka sem gefin eru. Það veldur hinsvegar þarflausri þjáningu, þegar
stöðugt er verið að elta uppi verki með litlum árangri í stað þess að vera
skrefinu á undan með réttri alhliða meðhöndlun, verkjameðferð sem horfir
til alls mannsins, líkama, anda og sálar.
Það þekkja víst flestir að gagnvart lyfjum eins og morfíni má enn þá
merkja ákveðnar bábiljur þar sem misnotkun kemur óorði á það sem mér
hefur skilist að sé besta lyfið í verkjameðhöndlun dauðvona sjúklinga. Þetta
viðhorf er ekki bara til staðar hjá sumum sjúklingum, heldur aðstandendum
109