Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 118
hann andspænis nýjum tilvistarspurningum og svörin sem hann leitar að
breyta inntakinu í tilvistartúlkuninni. Tilvistartúlkunin vísar til hugtaka eins
og merkingar tilverunnar, skilnings á manneskjunni, sjálfsmyndar og gilda.
Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í Svíþjóð og örðum norrænum
löndum sýna að tilvistarspurningar eru mikilvægar í huga barna og ungl-
inga og þær endurspegla víxlverkanina milli tilvistarspurninga og tilvist-
artúlkunar einstaklinga á mismunandi aldri.6 Það að einstaklingur veltir
vöngum yfir tilvist sinni kallar á tilvistarspurningar sem aftur hafa áhrif á
tilvistartúlkunina.
Hér er rökrétt að spyrja hvert sé sambandið milli tilvistartúlkunar og
trúarbragða. Eg lít svo á að tilvistartúlkun sé víðara hugtak en trúarbrögð
en um leið tek ég undir með Svíanum Ragnari Holte sem bendir á að ekki
sé hægt að líta bara á trúarbrögð sem nokkurs konar undirtegund hugtaks
á borð við lífsskoðun (eða tilvistartúlkun). Hann bendir á að trúarbrögð
feli í sér aðferð eða leið til að haga sér gagnvart æðri mætti sem maður
játast, til dæmis í gegnum mismunandi form hefða, helgisiða og tilbeiðslu.
Trúarbrögðunum tilheyra ákveðar hugmyndir, reynsla, hegðun og félagsleg
samfélagsform og þannig má segja að trúarbrögðin feli í sér ákveðið lífsform
og skilning á mannlegri tilvist.7 Því má segja að trú og trúarbrögð vísi til
veigamikilla þátta í tilvistartúlkuninni.
I greiningu á viðtölunum við unglinganna hefur hugtakið tilvistartúlkun
verið í þungamiðju. Litið er á tilvistartúlkun sem ferli þar sem einstaklingar
bæði einir og í gagnkvæmum samskiptum við aðra túlka líf sitt og reynslu
af veruleikanum á margvíslegan hátt, háð menningu þeirra, lífsstíl og heild-
arskiiningi á tilverunni. Hér skiptir víxlverkunin milli einstaklingsins og
samfélagsins máli. í því sambandi er byggt á aðferðum túlkunarfræði. Það
felur í sér að samspilið milli hluta og heildar er í brennidepli. Greiningin og
túlkunin felur bæði í sér tilvistarlega túlkun á því sem unglingarnir segja og
túlkun á ytra samhengi þeirra í fjölskyldu og samfélaginu almennt. Megin
spuringarnar eru: Hvernig tjá unglingarnir sig um tilvistartúlkun sína og
áhrif trúar og trúarbragða á líf þeirra, bæði sem hópur og einstaklingar?
Gegnir trú eða trúarbrögð einhverju hlutverki í tilvistartúlkun ungling-
6 Hartman 1986, s. 164-169; 2000, s. 55-65.
7 Holte 1984, s. 35-37.
116