Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 136
að tjá hina hreinu, lúthersku kenningu nógu skýrt í skáldskap sínum, að
hinn nýaflagði páfadómur gæti valdið óæskilegum ruglingi í þeim ljóðum,
sem þeir hefðu fram að færa.
Á þessu verður breyting þegar 2. útgáfa Hólabókar, 1619, lítur dagsins
ljós. Þar hefir verið bætt við nokkrum nýjum sálmum, þar á meðal tveim-
ur gullfallegum, sem sameina trúarlegan innileik og djúpfundinn skáld-
skap. Þeir eru báðir frum kveðnir af borgfirskum bónda, Bjarna Jónssyni,
sem oft er nefndur Borgfirðingaskáld eða skáldi. Þessir tveir sálmar eru:
„Gæskuríkasti græðari minn“ og „Heyr mín hljóð, himna Guð, hjartað
mitt.“
Fyrri sálmurinn var upp frá því í öllum endurprentunum sálmabókarinnar
á 17. og 18. öld (þ.e. í sálmabók 1671, 1742, 1746, 1751 og 1772). í
Aldamótabókinni 1801 var hann felldur niður, en lagboðinn hefir haldist
allt til þessa dags. Fyrsta erindi hans er svohljóðandi:
Gæskuríkasti græðari minn,
gef mér í hjartað andann þinn.
Kveik þar þinn logandi ljóma.
Skilningarvitin skörp ger mín
skær svo ég kunni orðin þín
læra, lesa og róma.
Ó Guð, ó,Guð
græð mig spilltan
vegi af villtan
veraldar ranna.
Léna mér aumum ljós þitt sanna.
(sálmabók 1619, 273)
Sálmur þessi er alls staðar 14 erindi, nema í Höfuðgreinabók 1772. Þar
eru erindin 23, aukið er þar við 4., 6.-10. og 13.-15. versi. Segir útgefandinn
í eftirmála, þau erindi sem umfram séu, vera tekin eftir handriti, er skrifað
hafi verið um 1640.
Síðari sálmurinn „Heyr mín hljóð, himna Guð....“, sem hefir að fyrirsögn
í sálmabók 1619 „Ein auðmjúk bæn til Guðs um samviskunnar huggun/
134