Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 138
Veika trú
viðrétt þú
og vænginn breið.
Eg flý til þín
forða pín,
fári og neyð.
Gef mér, herra, góðan deyð
í gleði himna síðan leið
nær linnir þetta lífsins skeið.
Veika trú
viðrétt þú
og veg minn greið.
Eg flý til þín
forða pín,
fári og neyð.
Gef mér, herra, góðan deyð,
í gleði himna síðan leið
nær linnir þetta lífsins skeið.
Veika trú
við rétt þú,
veg minn greið.
Lít til mín
léttu pín,
leys úr neyð.
Gef mér, faðir, góðan deyð,
Guð, í himna frið mig leið,
mitt er linnir lífsins skeið.
Fimmta erindið, sem fellt er niður í útgáfunum 1801-1866 og frá 1886
er svohljóðandi:
Vond er rót,
vinn þú bót
veikum þjón.
Satan vítt
veður títt
um veraldar frón,
harður eins og hungrað ljón
að hremma oss frá þinni sjón.
Því skal vaka, þrátt mín bón.
Sennilega hefir þetta erindi hvorki fallið í kramið hj á skynsemistrúarmönnum
(1801-1866) né nýguðfræðingum (frá 1886) og því verið fellt niður, þegar
þær útgáfur voru prentaðar.
En hver var hann, þessi glæsilegi fulltrúi alþýðu á vettvangi íslensks
sálmakveðskapar og sá fyrsti úr þeirra röðum, sem fékk inni í sálmabók
kirkjunnar? Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er „alls staðar um
þann mann ritað mjög á huldu,“ eins og próf. Páll Eggert Olason kemst
að orði um Bjarna Borgfirðingaskáld. Hann hefir verið talinn uppi á síð-
ari hluta 16. aldar og öndverðri 17. öld. Hans er víða getið og kenndur er
hann við ýmsa staði. Hann er kallaður Bjarni skáldi í Bæ, Húsafells-Bjarni,
Bjarni í Húsafellsöxl og Bjarni skáldi, sem bjó í Fellsöxl. Oftast mun hann
þó aðeins nefndur Bjarni skáldi eða Bjarni Borgfirðingaskáld. Hann mun
fæddur í Fellsöxl í Skilmannahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Jón smiður
136