Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 139

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 139
í Fellsöxl og Guðrún Þorbjarnardóttir. Sá Þorbjörn var Sigurðsson, bróðir Guðríðar, sem var móðir síra Böðvars Jónssonar prests og sálmaskálds í Reykholti. Voru þeir síra Böðvar og Bjarni skáldi því að öðrum og þriðja að skyldleika. Guðrún móðir Bjarna hafði eignast tvær dætur áður en hún giftist Jóni bónda sínum, með Þorsteini Sighvatssyni í Höfn í Melasveit. Hann kvæntist síðar Astu Einarsdóttur frá Hvanneyri. Meðal barna þeirra, sem hann átti með henni, voru síra Jón Þorsteinsson, sálmaskáld og píslarvottur. (Tekinn af lífi í Tyrkjaráninu 1627). Önnur dóttir Guðrúnar og Þorsteins hét Helga, móðir Þórhalla skálds Hildibrandssonar. Hin hét Sigurborg, sem átti merkan mann, Jón Grímsson á Húsafelli og síðar í Kalmanstungu. Ungur að árum mun Bjarni hafa verið tekinn í fóstur af Sigurborgu systur sinni og Jóni, manni hennar. Ólst hann upp hjá þeim, fyrst á Húsafelli og síðar í Kalmanstungu. Átti hann hjá þeim góða daga á uppvaxtarárunum, enda minntist hann þeirra hlýlega í fögru saknaðarljóði, er hann síðar orti eftir þau. Grunnavíkur-Jón lætur Bjarna skálda getið nokkrum sinnum, segir hann hafa verið skyggnan og tekist á við tröll. Konu Bjarna nefnir Jón Margréti og tilfærir eftir hann þessa vísu um hana: Bjarni skáldi ber um haus ber sig að fastna Möngu; elskað hefir sú arma taus aula þann fyrir löngu. Eftir að Bjarni kvæntist hefir hann svo búið í Bæ og í Fellsöxl, eins og fram kemur í einu handriti að kvæðum hans. Þessir bústaðir hafa valdið skilj- anlegum ruglingi í hugum þeirra, sem nefna hann „Bjarna í Húsafellsöxl.“ Sú jörð hefir aldrei verið til, en slegið hefir saman nöfnum hinna tveggja dvalarstaða Bjarna, Húsafelli og Fellsöxl. Til er um Bjarna þáttur, örstuttur skráður af Gísla Konráðssyni (AM 276, 8vo.) „eftir skrifuðum blöðum, ekki mjög gömlum, með viðaukn- um nokkrum munnmælum,“ að því er Gísli segir. Má af ummælum hans merkja, að hann sé að litlu leyti höfundur þáttarins. Fremur lítið er á 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.