Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 141
á, að í einu handriti af rímunum (Lbs.l2l6,4ro) sé sagt, að Hallgrímur hafi
ort sinn hluta árið 1646.
Ekki telur hann þó óhugsandi, að skáldin hafi veri kunnugir hvor öðrum
og bendir á, að á Akranesi hafi Hallgrímur komið við og við löngu áður
en hann fluttist í Saurbæ. Þar gátu þeir líka átt sameiginlegan vin (Árna
Gíslason á Hólmi), sem fyrst leiddi þá saman og bað Hallgrím síðar að ljúka
verki Bjarna. Þótt hér sé um lítt rökstudda tilgátu að ræða þá gæti hún
vissulega staðist. Böðvar Guðmundsson er á sama máli og próf. Magnús, að
Rímur af Flóres og Leó hafi sr. Hallgrímur lokið við á Hvalsnesi.
Þó að æviferill Bjarna skálda sé miklu mistri hulinn, þá mun nafn hans
lifa, því hann er tvímælalaust eitt snjallasta skáld síns tíma. Hjá honum fer
saman andríki og orðsnilld í svo ríkum mæli, að ekki er fjarri lagi að setja
hann hið næsta ljóðsvaninum í Saurbæ, „er svo vel söng, að sólin skein í
gegnum dauðans göng,“ síra Hallgrími Péturssyni.
Sjálfur mat síra Hallgrímur þennan skáldbróður sinn mikils, eins og
glöggt má greina af ummælum hans í fyrstu vísunum er hann hóf að yrkja
í 16. rímu af Flóres og Leó:
Þar get Bjarni braginn ent,
Borgfirðinga skáldið;
sá hefir betur kveðið en kennt
Kvásis æða sáldið.
Þó eg horfi Eddu á
og ýmsa fornkviðlinga,
glöggt þar ekki geri ég sjá
grundvöll hans kenninga.
Víst hefir Bjarni vits um frón
vandað marga bragi,
en hvorki burtu úr Boðn né Són
breytt hann réttu lagi.
139