Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 142
Rímur af Flóres og Leó hafa ekki verið prentaðar og ekki heldur Ekkjuríma
sem Bjarna er eignuð.
Hvergi eru til í handritum kvæðasafn Bjarna Jónssonar í heilu lagi. Er
þau að finna á víð og dreif, eins og gerist með svo mörg skáld frá þeim
tíma. Þau kvæði hans, sem nú eru kunn, eru langflest andlegs efnis. Þau eru
feykilega mörg, og er á flestum þeirra hinn „sami blær snilldar, hjartnæmis
og innileika“ (P.E.Ól)
Ekki er þess neinn kostur að gera hér grein fyrir hverju einstöku kvæði
Bjarna. Aðeins hlýt ég þó að minnast nánar á örfá þeirra. En þeim til
fróðleiks, sem kanna vildu nánar kveðskap hans skal bent á skrá um kvæði
Bjarna, sem dr. Páll Eggert Ólason hefir tekið saman (sbr. Menn og menntir,
IV.bindi, bls. 726-727).
Af andlegum ljóðum Bjarna skálda hefir þegar verið minnst á sálmana
tvo, „Gæskuríkasti græðari minn“ og „Heyr mín hljóð, himna Guð,“ sem
fengu svo snemma fastan sess í íslenskum sálmabókum og þann síðarnefnda
má hiklaust telja meðal andríkustu og fegurstu gimsteina, sem sálmabókin
okkar geymir. „Sálmur um þá himnesku Jerúsalem," (16 erindi, ortur út af
22 Kap. Opinberunarbókar), sýnir glöggt þá snilld og þann trúarinnileika,
sem kemur svo víða fram í ljóðum Bjarna. Fyrsta og síðasta erindi þess sálms
sanna þá staðhæfingu:
I mínu hjarta eg fæ séð
eina svo fagra borg,
gimsteina bjarta og gullið með
glóir á hennar torg;
Þar stendur eitt það aldintré,
af þvær minn syndakorg,
blómgast hverjum mánuði með;
missi eg því alla sorg.
„Hjálpi mér, Drottinn, þá dauðans rönd
dregst um byggð hjartaranns,
svo að ei óttinn af syndavönd
svifti mig trúarfans.
Jesús, kom móti minni önd
140