Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 143
með þínum englakrans;
leiði mig svo þín heilög hönd
heim til míns föðurlands.“
(sbr. Lbs. 399, 4to; 199, 8vo; J.s. 643, 4to o.fl. handrit)
Þá er kvæði Bjarna, sem nefnt er „hjartnæmur sálmur,“ 29. erindi. Það
er bæði snjallt og efnismikið. Sýnishorn af því eru þessi tvö erindi:
I bölsýninnar bóli
ber til stundum þetta,
þá maður er hæst á hjóli
og hefir þar stilling rétta,
fyrr sér fálki úr skjóli
þá flýgur á veiðikletta,
segir á sínu róli,
að sig muni enginn pretta,
en dauðans net og njóli
náir þá yfir hann spretta;
úr háum heimsstóli
svo harla margir detta.
Bráðir verða banar
í brimvallarróti
einn á eld anar,
en annar deyr í fljóti,
þriðji í fjúk flanar
og fetar ekki á móti,
fjórði á björg fram branar
og byltist niður á grjóti,
fimmti margan manar
og máske deyr af spjóti,
sjötti geyst fram ganar,
hann grípur dauðinn skjóti.
(Sbr. Lbs 1245 og 200, 8 vo.)
141