Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 144
Þegar hugleidd eru kvæði og sálmar Bjarna, þá verður vart gengið framhjá
kvæði andlegs efnis, sem reyndar er fyrirsagnarlaust, en hefst á orðunum:
„Þögn eykur þungan móð.“ Það er 13 erindi, sérlega fagurt og hjartnæmt.
Fyrsta, sjöunda og tólfta erindið eru svohljóðandi:
Þögn eykur þungan móð;
því er hún ekki góð;
leikum oss nú með hörpunnar hljóð,
hjartans börnin góð;
syngjum bæði sálma og ljóð
sætt og hægt, börnin góð;
huggi sig þjóð við herrans blóð;
höfum enga sorgina, börnin góð.
O, Jerúsalem, upp til þín
önd langar mín,
þú sem af gulli glóir og skín
með guðvefslín,
börnin þar sem byggja þín
með blómanum sín,
gleður þau vín, grandar ei pín,
glóir sem jaspis og rúbín.
Lofi Guð æ hver lífsköpuð mynd
um löginn og foldarstrind,
allir fuglar, hjörtur og hind
um hlíðir og fjallatind,
í hafinu gervöll hvalakind
og hvers kyns lækjarlind,
öll heimsins grind, þó hún sé blind,
herrann lofi, sem burt tók synd.
(Sbr. J.S. 30, 4 to)
142