Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 147
þó farið sé í drykkjarbón.
Þeir hafa fengið hira í höldin,
hringir önnur bjalla.
10. Þá Hamborgarnir héldu landið,
hörð var ekki tíðin grandið
nú er sárr hvert sundmagabandið,
sést nú hvorki mjöl né grjón
Yngisfólkið ört er blandið,
ef svo vildi falla.
14. Guð gefi þeim góða manni
gleðivist í himnaranni,
þar er kominn sæll hans svanni;
sé eg þar líka, og það er mín bón.
Galmanstungan Grímsson Jón.
Læt ég þessu linna gamni,
ljóðin skulu hér falla
grætur um alla,
grætur um dagana alla.
(Sbr.J.S. 226, 8vo)
Þannig lýkur þessu mikla kvæði. Þegar skáldið horfir til fortíðarinnar
þá er sem allt sé sveipað fagnaðarríkum sólarljóma, sem fegurstu geislum
stafar frá hjónunum góðu. En í nútíðinni er allt orðið breytt til verri vegar,
verslunin orðin ill, miðað við það sem áður var, og með sama hætti er nú
hrörnað þar, sem Jón Grímsson bjó, bæði hús og jörð. Hinum góðu hjónun
er svo að lokum beðið „gleðivistar í himnaranni.“
Eitt af veraldlegum ljóðum Bjarna hlýt ég að minnast á. Það er hið
svokallaða „Lundúnarkvæði,“ skopkvæði um bæ í Borgarfirði, sem hann
kallar Lundún. (Þaðan mun kominn sá fáránlegi misskilningur, að Bjarni
hafi dvalið í Lundúnaborg!). Andstæðurnar verða ennþá sterkari, þegar nafn
hinnar miklu heimsborgar er valið á kotið, sem Bjarni lýsir, og heimilisbrag
þar. Alls er kvæðið fjórtán erindi, með svohljóðandi viðlagi:
145