Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 150
Bjarna er eignaður mikill fjöldi öfugmælavísna, en líklegt verður að telja,
að sem oftar sé þar einum þekktum eignað það gott, sem óþekktir kveða.
Að lokum skal svo fjallað nokkru nánar um það af ljóðum Bjarna, sem
hæst gnæfir og flestir kannast að einhverju leyti við, Ijóðið mikla, sem hann
nefnir Aldasöng og áður var nefnt. Alls er það 33 erindi, sem öll eru prentuð
í J.Þork: Digtn. pá Isl., bls 403-405 og í íslands þúsund ár, kvæðasafn
1600-1800 á bls. 23-32. Stök erindi hafa verið prentuð á fleiri stöðum. (sbr.
einnig handrit Lbs. 1123, 4to; 200, 957, 8 vo. o.fl.)
Segja má, að upphafserindi Aldasöngs, sem er hrífandi fagurt, lyfti les-
endum þegar til æðri hugsunar. Þar kemur fram hinn djúpi og einlægi trú-
arinnileiki skáldsins, sem ekki er fjarri því að minna á upphafserindi sjálfra
Passíusálma Hallgríms Péturssonar: „Upp, upp mín sál og allt mitt geð.“ I
Aldasöng segir:
1. Upp vek þú málið mitt,
minn Guð hljóðfærið þitt;
láttu þess strengi standa
fyrir stilling heilags anda,
svo hafni ég heimsins æði
og hugsi um eilíf gæði.“
2. Á Guðs eingetinn son
öll er mín trú og von,
hann gleður mitt geð og sinni,
gefur líf öndu minni,
hef eg ei annað hæli,
heimur er sorgar bæli.
5. Ó, Jesús Christe, Guðs son,
eg á þín hingað von,
kom þú sæll, kóngur blíður,
kvöldar, á daginn líður,
haf mig frá heims ósóma
í himneskan dýrðarljóma.
148