Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 151
Eftir verðuga og innilega lofgjörð til lausnarans, snýr skáldið sér að
nútímanum, eins og hann blasir við honum. Mannúð og kærleika hefir
hrakað, hnignun orðið í atvinnuvegum, veður farið versnandi og janfvel
sólinni sjálfri hefur farið aftur .
6. Mjög lítil miskunn sést
menn hafa kærleiks brest,
okur og ótrú kalda
enga synd margir halda,
allfáir um þá skeyta,
sem ölmusunnar leita.
7. Sólin Guðs sést nú bleik
sem gull það liggur í reyk,
blómstur um álfur allar
er fölt sem gamlir karlar,
ár hvert ber ánauð stranga,
öfugt vill margt til ganga.
8. Nú dregur fjúk og frost
úr fénaði öllum kost,
oft koma ísar og snjóar,
óár til lands og sjóar,
sumarið, sem menn kalla,
sjást nú fuglarnir varla
Það var öðruvísi meðan kaþólskan var við lýði. Þá var allt bæði bjartara
og betra að dómi skáldsins.
9. Allt hafði annan róm
áður í páfadóm,
kærleikur manna í milli,
margt fór þá vel með snilli,
ísland fékk lofið lengi,
ljótt hér þó margt til gengi.
149