Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 152
10. Hér guðhrætt flest var fólk,
firrt þó guðs orða mjólk
fiskalag, fuglaveiði,
fjöllin og sjávar heiði,
er skráð í annála letri,
Island var Noreg betri.
11. Kirkjur og heilög hús,
hver vildi byggja fús,
gljáði á gullið hreina,
grafnar bríkur og steina,
klerkar á saltara sungu,
sveinar og börnin ungu.
Næsta erindi er sérlegrar athygli vert. Þar er líklegt mjög að persónuleg
reynsla skáldsins búi að baki. Hann var af fátæku alþýðufólki kominn og
hafði engan möguleika á skólamenntun, sem hann þó vafalaust þráði heitt.
Oddur biskup Einarsson tók engan svein í Skálholtsskóla, sem ekki gat
lagt jörð sér til framfærslu. Sú stranga krafa harðlæsti bóknámsdyrum fyrir
fátækum bóndasyni. En þannig var það ekki í fyrri tíð. Því segir Bjarni:
12. Lénsfénu ólust á
óríkra börnin smá,
nú eru þau öll á róli,
einu fæst varla skóli,
ef óðul að erfðum bæri,
öll þau til kennslu færi.
Og áfram er haldið á harla neikvæðum nótum, þótt fegurð kenningarinnar
sé viðurkennd.
13. Allt skrif og ornament
er nú rifið og brennt,
bílæti Kristí brotin
150