Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 154
Þessi erindi birta okkur berlega þann harm, sem þetta gáfaða skáld, þessi
fulltrúi alþýðu ól í brjósti sér, sökum þeirrar hnignunar, sem óneitanlega
íylgdi að nokkru leyti hinni nýju siðbreytni og varð til niðurdreps mörgu því
í menningu landsmanna, er kaþólskum sið fylgdi og nærði fegurðarþrá manna
og ræktarsemi, og var því beinlínis til siðbóta. Kvæðið verður þeim mun
átakanlegra, sem fölskvalaus trúaráhugi kemur þar skýrt og ótvírætt fram.
Eftir nokkrar hugleiðingar í næstu erindum, sem eru í hörðum ádeilutón,
gerist Bjarni persónulegri, þar sem trúarleg auðmýkt hans og þakklæti koma
skýrt í ljós.
21. Jafnan þin heilög hönd
hefur nú mína önd
frá veraldar villu slóðum
varið með englum góðum
og fyrir þeim óvin illa
er öllu gerir að spilla.
22. Eg hef vel sjötíu ár
um Islands ráfað krár,
lifað á litlu brauði,
lafað við kýr og sauði,
ef önnur eins til falla,
Islands mun gæðum halla.
23. Guð minn eg þakka þér,
þú hefir verið hjá mér
með aðstoð englanna þinna
til ellidaganna minna
og mér frá móðurlífi
mörgu forðað kífi.
Næstu tvö erindi eru svo innileg fyrirbæn skáldsins fyrir yfirvöldum
lands og kirkju:
152