Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 155
24. Guð blessi lögmenn lands,
sem liggja í faðmi hans,
kóng vorn og klerka snjalla,
kristnina og valdstjórn alla,
biskupum báðum í landi
blessan Guðs yfir standi.
25. Drottinn, þeim ljá þú lið
og legg til hvað þurfa við
svo batist lönd og lýðir,
létti svo hörðu stríði,
svo að andskotinn illi
akri þínum ei spilli.
Sjálfur veit Bjarni í hvaða skjól sér beri að leita.
26. Þá heimur og holdið spillt
hafði mig frá þér villt,
þín náðar gæskan góða
gerði mér faðminn bjóða,
mig vafðir í veikleik mínum
vængjunum undir þínum.
I næstu erindum beinir skáldið einkum orðum sínum til sjálfs óvinarins,
Satans, og vandar honum ekki kveðjurnar. „Haf þig til heljar ranna/í hópinn
þinna granna,“ segir hann m.a.
Síðustu tvö erindi Aldasöngs eru svo fögur og barnslega einlæg lofgjörð
til Guðs:
32. Oll bein og æðar í mér,
ástkæri Guð, fyrir þér
skulu til fóta falla,
fagnandi syngja og kalla:
Lof sé þér, lausnara mínum,
sem leysti mína sál frá pínum.
153