Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 156
33. Drottinn, þig loftin löng
lofi með fagran söng,
helvítin öll sig hneigi,
hver tunga amen segi,
himinn, loft, hafið og grundir,
hvað þar er á og undir.
I Kristinsögu sinni telur Jón Helgason biskup Bjarna skálda hafa „borið
höfuð og herðar yfir flest önnur skáld á fyrra helmingi 17. aldar,“ og bendir
á, að í Aldasöng birtist „fagurlega trúar-innileiki hans.“ Onnur andleg ljóð
hans og sálma lofar biskup einnig fyrir snilld, hjartnæmi og innileika og
tekur þar undir staðhæfingu Páls Eggerts Ólasonar um sama efni.
Þannig ber allt að sama brunni þegar rætt er um Bjarna
Borgfirðingaskáld og hugleiddur kveðskapur hans.
Ljóðagerð á 17. öld stóð víða um land með vaxandi blóma. Um
það verður varla deilt. En hæsti tindurinn á þeim vettvangi gnæfir þó í
Borgarfirði, þar sem Hallgrímur Pétursson syngur sín „dýru ljóð, sem svala
hverri hjartans und.“ En í nánd við hann heyrum við einnig heitan og inni-
legan bænasöng borgfirska bóndans og alþýðuskáldsins Bjarna Jónssonar.
31. Trúuð sál, er til þín flýr
tapast aldrei faðir dýr,
mér ei virðist von sú rýr
von sú rýr.
154