Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 164

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 164
Þá bendir hann á að Gyðingar taki enn þannig til orða í páskahátíð sinni, sem haldin er til minningar um frelsunina úr ánauðinni í Egyptalandi, að það sé eins og þeir sjálfir sem nú lifa sem hafi verið frelsaðir frá Egyptalandi. Sannfræðilegur kjarni varðveittur í „húsi Jósefs“? Dever gerir því skóna að Exodus-frásögnin eigi sér rætur í sögu sem upphaflega var sögð af tiltölulega litlum innflytjendahópi sem sé okkur að verulegu leyti hulinn. Þarna sé líklega að leita hinna elstu Israelíta og saga þeirra séu að líkindum grundvölluð á raunverulegri reynslu einhverra þeirra frá Egyptalandi. Leiðir hann rök að því að þessi litlu hópur hafi verið af ætt eða húsi Jósefs. Exodusfrásagan hafi síðan smám saman öðlast þann sess að hafa verið talin eiga við allan Israel. Tekur Dever áhugaverða hliðstæðu af þakkargjörðarthátíðinni í Bandaríkjunum en Bandaríkjamenn eiga sér mjög mismunandi uppruna, eins og flestir vita, en sameinast um þakkargjörðarhátíðina eins og hún byggi á atburði sem forfeður þeirra allra hafi lifað. Dever bendir á hinn stóra sess sem Jósefssagan skipar í Genesis (1. Mósebók). Um þriðjungi bókarinnar (k. 37-50) er varið undir hana. í sögunni séu áberandi egypskir drættir. Ættkvíslirnar Efraím og Manasse voru oft nefndar „hús Jósefs“ en það er einmitt í þeim hluta landsins sem áberandi breytinga verður vart á járnöld I (u.þ.b. 1200-1000 f. Kr.). Fornleifafræðin sýnir að hinar nýju og breyttu landsnámsbyggðir í fjallahéruðunum eru næstum allar á svæðum sem Biblían eignar „húsi Jósefs.“ Dever telur líklegt að Jósefssagan kunni að varðveita sögulegar minningar og myndi þannig raunverulegt baksvið elstu atburða í sögu ísraels. Á tímum konungdæmisins var „hús Jósefs“ stundum notað um allan Israel. Þá bendir Dever á að sunnlenskar arfsagnir hafi mótað mjög bókmenntahefðir hinna hebresku ritninga og hópar eru heyrðu til ætt Jósefs kunni að hafa gegnt þar stóru hlutverki og sagt sögu sína þannig að hún hafi átt við um allan Israel. Læsilegt rit og aðgengilegt Dever er fræðimaður sem kann að setja fræðin fram á þann hátt að þau séu skiljanleg sem flestum. Hann er vel heima á því sviði sem hann fjallar hér um. Hann á auðvelt með að sýna fram á veikleika í framsetningu og 162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.