Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 16
SKAGFIRÐINGABÓK
Ólína og Guðjón ákváðu að taka höndum saman um rekstur
bakarísins, eftir að Snæbjörn féll frá, sameinuðust þau í að byggja
upp myndarlegt iðnfyrirtæki sem væri þeim báðum til sóma.
Bakaríið stóð nyrst í bænum, undir Gránuklauf, þar sem raf-
veitan er nú. Fjölbreytnin í bakstrinum var ekki mikil í þá
daga eins og Guðjón lýsir í viðtali undir lokin þegar hann er
spurður hvað hafi verið bakað í gamla bakaríinu:
Aðallega rúgbrauð og fransbrauð og þessi klassísku vínar-
brauð, en Snæbjörn bakaði einnig mikið af smákökum.
Já, já, smákökurnar seldust vel. Eg man sérstaklega eftir
einum heiðursmanni, Konráði Amgrímssyni á Ytri-Brekk-
um, sem kom alltaf við hjá okkur einu sinni á ári og lét
fylla dunk, sem hann kom með sér, af smákökum. Hann
var geysilegur aristokrat; var ætíð mjög fínn í tauinu
þegar hann kom í bæinn. Feykir, 2. febrúar 1983
Þegar fram liðu stundir varð ljóst að gamla bakaríið var of lítið
undir brauðgerðina, enda höfðu viðskiptin aukist verulega sam-
fara bættum efnahag bæjarbúa. Arið 1941 festu hjónin kaup á
húseign Hallgríms Jónssonar, kaupmanns við Aðalgötu 5. Síð-
ar byggðu þau við húsið og héldu þar heimili allar götur síðan.
Guðjón lagði alla tíð mikið upp úr því að fylgjast vel með
framförum og nýjungum í bakaraiðninni, hvort heldur í tækni
eða nýjum vörum. Hann var íhaldssamur að upplagi en barði
aldrei höfðinu við steininn þegar nýjungar voru annars vegar.
Þannig keypti hann fyrsta rafmagnsofn sem settur var upp í
bakaríi utan Reykjavíkur, um það leyti sem flutt var á Aðal-
götuna. Ofninn var frá Rafha og meðal þeirra sem settu hann
upp var Sveinbjörn Jónsson, sem kenndur var við Ofnasmiðj-
una, en heimsókn hans til Sauðárkróks hafði töluverð áhrif á
atvinnulíf bæjarins.
En þótt Guðjón vildi nýta tæknina hafði hann nokkra skömm
á brauðverksmiðjum, taldi að með tilkomu þeirra hefðu gæðin
minnkað.
14