Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 187
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
1900 á fæðingarhrepp sinn, Holtshrepp í Fljótum í Skagafirði.
Hún fór þá að Minna-Grindli til Jóns bróður síns, sem bjó þar
þetta eina ár eða til fardaga vorið 1901.
Frá Minna-Grindli að Krákustöðum
Frá dvölinni á Minna-Grindli verður ekki sagt, þar sem heim-
ildir skortir. Jörð þessi var lítil og bústofn Jóns smár x sniðum.
Þó var Miklavatn mikil búbót fyrir bændur í Fljótum, einkum
þá sem áttu styst að sækja til sjávar, því að í vatninu var hægt
að veiða allan ársins hring, einnig niður um ís, og segir Sæ-
mundur Dúason fyrrverandi kennari í æviminningum sínum,
að vatnið hafi oft verið mikil matarkista og bjargað fólki frá
hungri sum árin, þegar ekki var annað að leita.
Jón hörgur hafði ekki hugsað sér að skilja Sæunni eftir í
Holtshreppi. Hann tók sig upp og flutti austan úr Mývatns-
sveit vestur til Skagafjarðar. Jarðnæði var af skornum skammti,
og áttu eignalitlir eða snauðir menn lítilla kosta völ. Má hann
jafnvel teljast heppinn að hafa fengið jörð til ábúðar, þótt eig-
inlega væri ekki nema kot, en það voru Krákustaðir í Hrolleifs-
dal, en dalurinn heyrði undir Fellssókn. I nóvember árið 1901
eru þau hjón skráð til heimilis að Krákustöðum ásamt Unni
dóttur sinni. Eitthvað hefur Jón hörgur verið búinn að dvelja á
Minna-Grindli, því að hann og Sæunn eru sögð hafa flust það-
an. Þau eru enn ógift á þessum tíma. Þetta er í samræmi við
frásögn Sæmundar Dúasonar, sem síðar verður vitnað til, en
hann segir, að Jón hörgur hafi búið eitt ár á Minna-Grindli og
róið á Langhúsabátnum.
Krákustaðaland er fremur mjó landspilda milli Geirmundar-
hóls og Bræðraár. „Bærinn stóð framan í fjallshlíðinni, skammt
frá Hrolieifsdalsá" segir í Jarða- og búendatali í Skagafjarðarsýslu
1781-1958. Krákustaðir voru landminnsta jörðin í Hrolleifs-
dal, og vafalaust hefur dvölin þar ekki verið neinn sældartími.
185