Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK
margvísleg efni: trúfræði, kirkjusögu, heimspeki, klassísk fræði
og hagnýtar leiðbeiningar. Ein þeirra er þó „Egg. og B. Paulss.
Reise Beskriv.“, Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Páls-
sonar (Sórey 1772), virt á einn ríkisdal. — Ekki er reglubundið
getið útgáfuára eða höfunda (það átti og við um bækur á ís-
lenzku), né heldur er uppskriftin svo nákvæm að hægt sé að
ráða til hlítar í bindafjölda safnsins alls, en sjálf er skráin á
tæplega þremur og hálfri síðu í arkarbroti.
Elzta ársetta ritið er prentað í Wittenberg 1512, þ.e. nokkru
fyrir daga prentlistar á Islandi. Þetta eru skýringar við skáld-
skap eftir Ovidius hinn rómverska. Tólf rit, prentuð fyrir
1600, átti séra Oddur með vissu og sjö prentuð 1600—1650.
Elztu bókina, fyrrnefndu, mátu guðsmennirnir á tvo skild-
inga og sumar aðrar á einn skilding. Hins vegar eru engir hlut-
ir búsins, að bókum slepptum, eins verðlitlir að áliti þeirra, þar
var lágmarkið fjórir skildingar („1 lítill prestakragi").
Að öllu töldu var dánarbúið á Miklabæ virt til röskra 448 rík-
isdala, kúrant. I uppskriftinni jafngilti hvert hundrað í Irafelli
5 ríkisdölum þeirrar myntar. Þannig svöruðu eignir séra Odds
og konu hans til hartnær 90 jarðarhundraða. Ekki stórauður,
en góð efni. Reyndar hvíldu nokkrar skuldir á búinu, og komu
liðlega 365 ríkisdalir til skipta milli ekkjunnar og barnanna
tveggja, Gísla, sem lærði til prests og þjónaði Rfp, síðar Reyni-
staðarklaustri, og Ingibjargar, sem síðar átti séra Jón Jónsson á
Auðkúlu, þann er dmkknaði niður um ís á Svínavatni, og spunn-
ust af þjóðsögur.
1996
74