Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 197
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
þar er merkileg náma, og má það teljast mikið happ, að Sæ-
mundur skyldi rita þetta greinargóða verk komandi kynslóð-
um til fróðleiks og skemmtunar. Ævisaga Sæmundar verður
ekki rakin hér. En sá þáttur, sem hér fer á eftir, gerðist haustið
1904 er Sæmundur var fimmtán ára að aldri. Ókunnugum til
glöggvunar skal tekið fram, að bærinn Krakavellir er eyðibýli,
en það var áður innsti bær í Flókadal.
Haustið fyrsta, sem pabbi bjó á Krakavöllum, urðu und-
arlega slæmar heimtur hjá honum og eins hjá Guðmundi
Ásmundssyni, sem bjó eftir í Langhúsum, þegar pabbi
fluttist þaðan. Undarlegast þótti, hve margar kindur vet-
urgamlar vantaði af fjalli.
Um veturnætur eða seinna fékk Guðmundur orð frá
Jóni hörgi, sem þá bjó á Klóni í Hrolleifsdal, að hann
hefði fundið veturgamlan hrút, sem Guðmundur átti.
Hrúturinn fannst á einhverjum Seta á Hrolleifsdalsafrétt.
Jón hafði skorið hrútinn, sagði Guðmundur gæti látið
sækja skrokkinn og gæruna, hitt hefði hann (Jón hörgur)
hirt.
Þó að þessi aðferð Jóns við hrútinn hafi e.t.v. ekki ver-
ið lögum samkvæm eða eftir ákvæðum fjallskilareglu-
gerða, þá þóttist Jón viss um, að þetta lá beinast við að
gera. Hann þekkti Guðmund. Hann var búinn að eiga
heima í Fljótum, á Minna-Grindli, átti Sæunni systur
Jóns Þorkelssonar1 bónda þar.
Þá hafði hann róið hjá Guðmundi á Langhúsabátnum.
Hann vissi, að Guðmundur var allra manna ósýtnastur
og hafði samúð með öllum, sem höfðu kuldablæ mann-
lífsins í fangið. - Jón var bláfátækur og ekki mikils met-
inn í sinni sveit.
1 f Jarða- og búendatali er Jón sagður Ásgrímsson.
195