Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekki létti þokunni og svo var hún svört á Steingrímsfirði, að
Óskar sá ekki bryggjuna á Hólmavík fyrr en stefni trillunnar
rakst í hana, en hann hafði þá dregið svo mjög úr ferð, að hún
var nærri stöðvuð, því ekki var hann í vafa um staðsetninguna.
Strandamenn tóku Óskari vel, lofuðu ratvfsi hans og hugprýði
og vildu að hann tefði hjá þeim og biði þess að þokunni létti.
Óskar var ekki til viðræðu um það, hvort tveggja væri, að sín
biðu næg verkefni heima fyrir, og svo vissi hann, að langt myndi
þess að bíða að rofaði ril. Enda væri sér ekki vandara um að sigla
austur en vestur. Segir nú ekki af ferðum hans fyrr en hann
kemur á leguna á Skagaströnd, og liggur varðskipið þar þá
fyrir akkerum, eins og hann hafði mælt fyrir um. Hann fer um
borð og hittir skipherra, sem er þungur á brún og segist ekki
sjá neitt landið, þótt hann hafi farið að fyrirmælum Óskars.
Óskar kvað það ekki kyn í svo svartri þoku og býður honum að
koma niður í trillu sína og skuli hann flytja hann í land. Þótti
skipherra það undur mikil og stórmerki, þegar stefni trillunnar
nam við bryggjuhausinn á Skagaströnd eftir örskamma stund.
Skundaði hann þegar til símstöðvar og gerði ráðherra grein fyrir
komu sinni til Skagastrandar. Kom ráðherrann hið skjótasta
þangað, og flutti Óskar þá báða um borð. Ekki vildi skipherra
þó skilja við Óskar fyrr en hann hafði leiðbeint þeim út á frían
sjó, enda var þokan þar léttari. Leysti hann Óskar út með gjöf-
um, og sigldi svo hvor sína leið.
Óveður á Húnaflóa og snarrceði Óskars
Haust eitt var Óskar háseti á bát á Skagaströnd. Var róið með
línu, og hafði fiskirí verið þokkalegt og því nokkuð hart sótt.
Einn morguninn var róið frá Skagaströnd, en venju fremur lagð-
ist sá róður illa í Óskar, og bað hann formann að róa ekki þann
dag. Formaður vildi þó ekki hlusta á Óskar og reri eigi að síð-
ur, og fylgdi Óskar félögum sínum á sjóinn. Þegar komið var
fram um hádegi og farið að draga línuna, sá Óskar, að dökka
102