Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 71
ÞHTTA OG HITT ÚR SKAGAFIRÐI
venjast að fólk segði blátt áfram kómedía, og gelgjulegur skóla-
lærdómur minn leyfði ekki annan framburð. Eg gagnrýndi
strax í huganum þessa útlenzku — taldi mig vita betur, en þagði
og virti Gvendi Þór. til vorkunnar að fara skakkt með alkunn-
ugt tökuorð. Nú eftir á læt ég hins vegar svo heita, að hann hafi
talað einhvers konar ítölsku í þessum kaffitíma, sagt kommedía
af því að Italir rita commedia, sbr. Divina Commedia. Og þó!
Ég hef heyrt að margir af kynslóð Guðmundar Þórarinssonar
hafi aldrei sagt kómedía, heldur kommedía, eins og hann gerði.
1977
Uppskrift á Miklabce 1786
Þegar liðinn var mánuður frá hvarfi séra Odds Gíslasonar á
Miklabæ og hans hafði verið leitað ákaft og vandlega, en árang-
urslaust, komu þrír merkisklerkar héraðsins saman á Miklabæ
„til að registrera og vurdera" dánarbúið, þeir Þorkell Ólafsson
prófastur á Hólum, séra Eggert Eiríksson í Glaumbæ og séra
Snorri Björnsson á Ríp. Þetta var 30. október 1786.15
Hér verður skýrt lítillega frá því sem þeir guðsmennirnir
skjalfestu um bú starfsbróður síns, þó sér í lagi bókaeign hans.
En áður en þar kemur skal nefnt, að ekki var þetta í fyrsta sinn
sem Þorkell prófastur reið að Miklabæ í embættiserindum. Hálf-
um mánuði fyrir hvarf séra Odds kom hann í kirkjuskoðun-
arferð þangað og skráir þá meðal annars, að kirkjan sé í sjö
stuttum stafgólfum, öll undir súð, kórinn þrjú stafgólf; hún sé
þiljuð með langþili niður að bekkjum, vel standandi að viðum,
en þak og syðri veggur taki að láta á sjá. „Kirkjugarður mest-
allur niðri sem sóknarfólkinu er tilsagt að hlaða. Ornamenta
eru mörg og skikkanleg nema 2 altarisdúkar slitnir, graftól eng-
in nema 1 járnkarl, hin lofar presturinn til að leggja."
13 Uppskrift þeirra liggur í Þjóðskjalasafni.
69