Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 131
HULDUFÓLKIÐ OG HEFNDIR GRÍMU
Það styrkti vegagerðarmenn í þessari erfiðu ákvörðun, að fram
kom á miðilsfundunum að ef ekki yrði sprengt, þyrfti ekki að
óttast óhöpp á þessum stað. Enn í dag er trú margra og mein-
ing, ekki síður en fyrir tveimur áratugum, að huldufólkið — og
jafnvel hin andheita Gríma — haldi hlífiskildi yfir vegfarendum
við Tröllaskarð í Hegranesi.
Heimildir
Frásögnin er unnin úr viðtölum höfundar við Eymund Runólfsson, 14. desem-
ber 1994, Erlu Einarsdóttur og Gísla Felixson, 4. apríl 1995, og Alfreð Jóns-
son, 4. apríl 1995, og kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir gott samstarf.
Viðtölin voru opin og byggðu ekki á föstum spurningum, heldur leitaðist ég við
að fá fram sögu og sjónarhorn viðmælendanna í samræmi við forskrift eiginlegrar
rannsóknarhefðar í félagsvísindum. Þá hafði ég samráð við heimildafólkið er þessi
grein var í smíðum, en það las hana yfir og gerði nokkrar athugasemdir sem ég
hef reynt að taka tillit til.
Til viðbótar við viðtölin, er stuðst við frásögn Þorkels Halldórssonar ýtustjóra,
sem varðveitt er á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins með aðfanganúmerið ÞÞ 7074,
ásamt viðtali Einars Ingva Magnússonar við Þorkel í bókinni Huliðsöflin allt
um kring. Dulræn fyrirbæri — staðreyndir daglegs lífs, Reykjavík 1993, bls.
28—45. Enn fremur staðfesta frásögnina upplýsingar sem fram komu í útvarps-
viðtali Ólafs Ragnarssonar við Jón Birgi Jónsson 4. janúar 1987 (varðveitt á safna-
deild RÚV með raðnúmerið DB 9729/1).
Rannsóknin byggðist upphaflega á viðameira B.A.-verkefni í þjóðfræði við
Háskóla Islands sem var rituð árið 1995 undir styrkri leiðsögn Jóns Hnefils Aðal-
steinssonar og Rannveigar Traustadóttur. Auk þeirra, vil ég þakka sérstaklega
vini mínum og kollegajóni Jónssyni fyrir mikilvægar ábendingar.
9 Skagfiröingabók
129