Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
Misjafnlega gekk þeim að troðast gegnum það nálar-
auga, og var það ekki í fyrsta skipti í sögu staðarins, sem
gluggaþrengsli komu mönnum í næman vanda.
Revían vakti óskipta hrifningu samkomugesta og var
sýnd fjórum sinnum þessa viku fyrir fullu húsi. „Víða
var komið við í revíunni og ýmsra góðra manna getið.“
Þeir, sem urðu þar fyrir skeytum, tóku því yfirleitt vel,
enda hlífðu höfundar ekki sjálfum sér. Þó stappaði nærri
málaferlum út af sýningum þessum, og komu hernaðar-
fulltrúar brezka heimsveldisins þar við sögu — sem sátta-
semjarar.
Næstu fimm ár var revíusýningum haldið áfram, stofn-
að félag í því skyni, Sauðárkróksannáll h.f., og leikurum
fjölgað. Kristmundur Bjarnason,
Saga Sauðárkróks III, bls. 277-278
íbaldið d Króknum
Guðjón var alla tíð mikill sjálfstæðismaður og átti erfitt með
að skilja hvernig nokkur maður gæti verið annað. Hann hat-
aðist við Framsóknarflokkinn að ekki sé minnst á Alþýðu-
bandalagið og forvera þess. Hugsjónir og stefna þessara flokka
var eitur í beinum Guðjóns, en aldrei varð ég var við að andúð
hans á þessum tveimur flokkum beindist gegn einstaklingum,
og var þó pólitíkin á Króknum býsna hörð og óvægin, stund-
um rætin og persónuleg.
Guðjón var kjörinn í síðustu hreppsnefnd á Sauðárkróki í
ársbyrjun 1946, en Eysteinn Bjarnason var oddviti hennar.
Síðasti fundur hreppsnefndarinnar var haldinn í júní árið eftir,
en í júlí fór fram kosning bæjarfullrrúa í fyrsta sinn. Kosningu
hlutu: Eysteinn Bjarnason, sem varð forseti bæjarstjórnar, Er-
lendur Hansen, Guðmundur Sveinsson, Kristinn Gunnlaugs-
son, Magnús Bjarnason, Sigurður P. Jónsson og Guðjón Sig-
urðsson. Guðjón sat í bæjarstjórn fram á þjóðhátíðarárið 1974
22