Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 107
SÖGUR ÓSKARS ÞORLEIFSSONAR
greindi vel markið á fénu, en þekkti ekki manninn fyrr en hann
tók upp tóbaksdósirnar.
I enn annarri útgáfu, sem margir kunna á Sauðárkróki, var
hann að horfa yfir til Hofsóss og sá þá mann ganga við fé, sem
hann kom ekki fyrir sig, en þekkti óðar og hann tók upp tóbaks-
dósir sínar, eins og í hinum útgáfunum. Þær virðast því hafa
leikið stórt hlutverk í öllum útgáfum sögunnar. En það er ekki
nema í þeirri einu útgáfu, þar sem Hemmert kemur við sögu,
að Óskar átti ekki sjónaukann sjálfur.
Hvalreki á Skagaströnd
Óskari sagðist svo frá, að árið 1918 hefði rekið hval rétt utan
við þorpið á Skagaströnd, rétt eftir að ísa leysti þetta voðaár.
Hvalurinn var dauður þegar að var komið og lá á bakinu. Þetta
var svo stór skepna, að það var ríflega kortérs gangur meðfram
honum hvorum megin. Hæðin á honum, þar sem hann lá, var
meiri en stórsiglan á þrímastraðri skonnortu, sem þá lá á höfn-
inni á Skagaströnd.
Einn knár maður kleif upp á skepnuna með því að fara fyrst
upp á sporðinn, en þar sem þarna var sleipt varð honum það
fyrir að fara úr skónum og ganga fram eftir skepnunni á sokka-
leistunum. Ahorfendur fylgdust nú með honum ganga fram
eftir kviðnum á hvalnum og gekk nokkuð vel þangað til allt í
einu hverfur maðurinn og rekur um leið upp skelfingaróp. Það
verður uppi fótur og fit, hann hafði greinilega ekki dottið út af
skepnunni hinum megin, svo nú voru góð ráð dýr. Óskar var
þarna nærstaddur, og þarna kom lífsreynsla hans að góðum
notum, því að hann hafði óðar áttað sig á kringumstæðum og
snaraðist upp með kaðal og barg manninum. Óskar hafði nefni-
lega skynjað það, sem aðrir gátu ekki, en það var, að þarna var
um að ræða kvendýr og um op það, sem kálfarnir koma út um
datt maðurinn inn um.
105