Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 16
um 10 km og gerðum þar mælingar við S55.
Okum síðan rúma 10 km í sömu stefnu, gerð-
um þar aðra mælingu, og fundum þar skammt
austur af stöngina S6, sem við skildum eftir í
norðurleið. Þaðan var stefna tekin beint suður.
Fundum stöng S5, en síðan fundum við engar
stengur, enda skyggni varla yfir 50 m. Héldum
svo áfram, unz við áttum að vera komnir að
S2. Beygðum þar til suðvesturs og hugðumst
finna tjaldstað undir Esjufjöllum. Lentum um
1 kín of norðarlega og strönduðum við jökul-
öldur suðaustan undir Steinþórsfelli. Svarta-
mugga var og hnédjúpur lausasnjór. Vorum við
þarna um nóttina.
Mánudag 23. april. Kyrrt veður og nokkurt
skyggni um morguninn. Okum á páskatjald-
staðinn og síðan beint í suður í stefnu á Sl.
Fundum stöngina og mældum. Síðan sem leið
liggur niður með Mávabyggðrönd. Var nú mikið
krap og vaðall neðst á jöklinum og við jökul-
jaðar. Gekk samt greiðlega, og var þegar byrj-
að að selflytja skálaefni upp á jökulbrún. Var
því að mestu lokið í myrkri um kvöldið.
Þriðjudag 24. april. Allt skálaefni flutt upp
að Esjufjöllum. Logn og þoka. Skildum þar
eftir yfirtjaldaða sleðann með æki, enda var
hann talsvert laskaður.
Miðvikudag 25. april. Við Joset og Sigurjón
gengum um morguninn austur á Esjufjalla-
rönd til þess að athuga jökulinn austan við
röndina. Virtist hann ófær á kafla. Hættum
því við að reyna jökulleiðina, hlóðum farangri
á báða skriðbílana og héldum af stað undir
kvöld. Þræddum farveg Nýgræðnakvíslar og
komum austur að Jökulsá um kl. 21. Með okk-
ur var Ari Björnsson á Kvískerjum, og skild-
um við eftir í hans umsjá dót það, er við gát-
um ekki flutt.
Skriðbílunum var ekið yfir allsprunginn ís
á Jökulsárlóni. Fórum við svo með dótið aust-
ur fyrir Stemmu og settumst að í eystra Sælu-
húsi nokkuð eftir miðnætti.
Fimmtudag 26. apríl. Snemrna um morgun-
inn fóru þeir Arni og Stephan út að jökli og
sóttu dót, sem eftir var. Sigurjón fór að mæla
vatnsmagn í Jökulsá. Ivomu þeir aftur um
kl. 9 ög kl. 10. Síðan var haldið áfram sem
hraðast. Sigurjón á Smyrlabjörgum kom til móts
við okkur í sæluhúsinu og tók farangur í vöru-
bíl austur á á Melatanga. Komum að Kálfa-
fellsstað, drukkum kaffi og fengum Bjarna
bónda til fylgdar. Gekk okkur mjög greiðlega
yfir Hólmsá, en á Hornafjarðarfljótum var
veikur vorís, sem ýmist brotnaði undan bílun-
urn eða hélt. Gekk ferðin þó slysalaust, og
komum við til Hafnar í Hornafirði kl. 20,30.
Kvöldið eftir kom Herðubreið þangað og fór
kl. 10 á laugardag áleiðis til Reykjavíkur. Send-
urn við með henni skriðbílana og annan far-
angur. Sjálfir fórum við með flugvél frá Höfn
samdægurs og komum til Reykjavíkur kl. 18.
Hafði förin tekizt giftusamlega og slysalaust.
Með því að nota hverja færa stund, hafði leið-
angurinn framkvæmt megnið af ætlunarverki
sínu — þrátt fyrir ótrúlega erfið veðurskilyrði.
J. Eyþórsson.
Tarfala.... (framh. af 8. bls.).
Ástralíu og Argentínu. í fyrravetur dvaldi ís-
lenzkur stúdent, Sverrir Scheving Thorsteins-
son, þar í mánuð, en hann stundar nú jarðfræði-
nám við Stokkhólmsháskóla. Sjálfur dvaldi ég
þar páskavikuna í fyrra til að líta eftir rann-
sóknunum þar. Ég hef víða farið um sænsk fjöll,
en hvergi unað mér betur en í liinum náttúru-
fagra Tarfaladal Væri vonandi, að fleiri íslend-
ingum, sem áhuga hafa fyrir jöklum og jökla-
rannsóknum, gæfist tækifæri til að koma þangað.
Ég veit, að þeim myndi verða þar vel tekið.
Sigurður Þórarinsson.
ÝMISLEGT
Hlaup úr Grcenalóni.
Hlaup kom í Súlu i byrjun októbermánaðar.
Sigurjón Rist fór upp að Grænalóni 2. sept.
og setti þá örugg merki nálægt vatninu, svo
að jafnan væri unnt að mæla lækkun yfirborðs-
ins eftir hlaup. Núpsá hefur löngum verið talin
eiga upptök sin í Grænalóni, en nú sýndu
mælingar Sigurjóns, að yfirborð Grænalóns var
orðið 37 m lægra en hið forna útfall Núpsár,
en aðeins 15 m lægra en jökulþröskuldurinn
við suðausturliorn lónsins Meðan jökullinn
hækkar því ekki um röska 20 m á þessum stað,
er óhugsandi, að vatn falli í farveg Núpsár.
Meðan hlaupið stóð yfir, gerði Sigurjón Rist
aðra ferð til Grænalóns. Hafði yfirborð vatns-
ins þá lækkað um 20 m. Um líkt leyti flugu þeir
Sigurður Þórarinsson og Árni Stefánsson yfir
Grænalón og Skeiðarárjökul og tóku myndir
af hlaupinu.
14