Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 7
Hér er meðalhiti 10 ára tímabiia á undan at-
hugunarári borinn saman við meðallagshita á
Fagurhólsmýri á árunum 1901 — 1930, en hann er
4.1 stig. Hitinn er 1.5 stigum hærri 1928—1937
en 1885—1894. Hafi snælínan hækkað um 300 m
á milli þeirra tímabila svarar það til 100 m fyrir
0.5 st. — Árin 1928—1937 voru jöklar hraðminnk-
andi og höfðu verið um undanfarin 10—15 ár.
Snælínan var því áreiðanlega orðin hærri en í
meðalárferði.
Hér hefur á víxl verið talað um snælinu,
hjarnmörk og jökulmörk. Á þessu getur verið
nokkur munur. Þ. Thoroddsen rniðar snælínu-
hæð við neðri mörk sísnævis á fjöllum og
„neðstu rönd hjarnsnjóar á hájöklum“ (2).
Hjarnmörk eru í raun og veru rönd hjarnsnjóar
í meðalári. Ahlmann gerir ekki mun á hjarnlínu
og snjólínu á Heinabergsjökli (4). Hins vegar
miðar lrann jökulmörk við hæstu bungur, sem
jökullausar eru, og tekur fram, að þau séu mun
hærri en hjarnmörkin eða snælínan.
Flestir skriðjöklar úr sunnanverðum Vatna-
jökli hafa stytzt um nærfellt 1000 m á síðustu
20 árum. Jafnframt hafa þeir þynnzt, en um það
er vitneskja lítil. Ef Vatnajökull væri nú horf-
inn allt 1 einu og árferði héldist eins og verið
hefur til jafnaðar síðustu 25—30 ár, mundi jök-
ullinn ekki koma aftur nema á hæstu bungurn-
ar. Frá 1932—1950 hefur Breiðamerkurjökull
stytzt um tæpa 50 m á ári að meðaltali. Með
svipuðu áframhaldi yrði hann full 200 ár að
styttast um 10 kílómetra, en þá mundi líka
verða svipað umhorfs á Breiðármörk og á land-
námsiild. En jtetta gæti minnt á það, að jökl-
ar eru seinir að eyðast og einnig seinir að mynd-
ast, þótt talsverðar breytingar verði á veðurfari.
Enginn efi er á því, að hlýviðrisskeið hafi kom-
ið hér eftir síðustu ísöld — eins og annars staðar
á Norðurlöndum. — I Noregi er talið, að árs-
hiti hafi orðið allt að 3 stigum meiri en nú er
og snælína 350—400 m hærri (6).
Af samanburði á hitabreytingum hér á landi
og í Noregi (5), virðast þær nærri samstiga í báð-
um löndum. Mun því láta nærri, að árshiti hér
á landi hafi verið 2—3 st. hærri en nú gerist. Þá
hvarf Vatnajökull að mestu, nema jökulhúfur
sátu eftir á Öræfajökli, Bárðarbungu, Kverk-
fjöllum og Esjufjöllum. Á Breiðubungu voru
skaflar, en ekki samhangandi jökull. Breiða-
merkurmúli varð vaxinn skógi, og þá mynduð-
ust mómýrar miklar á Breiðármörk, þar sem
nú er jökull. Sýnir taflan á næstu bls„ hvernig
ÞYKKTARMÆLINGAR.
Mælingast. Jökulhæð. Þykkt. Jökulstæði.
Hæð í m. yfir sjávarmál.
S 1 500 475 25
S 4 1120 590 530
S 6 1400 570 830
S 7 1410 740 670
S 8 1370 720 650
S 9 1300 690 610
S 10 1240 580 660
S 11 1160 530 630
S 19 A 1420 730 690
S 19 1480 800 680
S 20 1580 880 700
S 21 1620 630 990
S 26 1540 1040 500
S 27 1360 580 (?) 780 (?)
S 28 1620 750 870
S 29 1500 600 900
S 30 1355 560 795
S 31 1245 605 640
S 32 1410 485 925
S 33 1540 440 (?) 1100 (?)
S 34 1780 550 1230
S 37 1540 575 965
S 39 1400 640 760
S 40 1200 500 700
S 41 1450 650 (?) 800
S 42 1180 450 730
S 43 940 370 570
S 44 750 550 200
S 45 730 360 370
S 46 880 570 310
S 48 1220 550 (?) 670 (?)
S 50 1540 830 710
S 55 14501) 690 760
Staðsetningar: S1—S4 á Breiðamerkurjökli;
S6—S8 i Norðlingalœgð; S9—S11 á Bruarjökli;
S19—S26 Norðlingalœgð til Grímsvatna; S27
á Grímsvötnum; S28 á Kverkfjallahrygg;
S29—S33 á Dyngjujökli; S34 austan i Bárðar-
bungu; S37 austur af Hamri; S39 austur af
Kerlingum; S40 á Siðujölili; S41 norðan Þórð-
arhyrnu; S42 austan undir Þórðarhyrnu;
S43—S48 á Skeiðarárjökli; S50 og S55 norð-
an Esjufjalla. (Sbr. mynd á 3. bls.).
1) Samkvæmt uppdrættinum, en að réttu
lagi um 1600 m.
5